spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaZak Cummings: Gunnar á eftir að eiga í erfiðleikum með mig

Zak Cummings: Gunnar á eftir að eiga í erfiðleikum með mig

zak cummingsZak Cummings talar um Gunnar Nelson í nýlegu viðtalið við The MMA Corner. Í viðtalinu talar hann um bakgrunn sinn í glímunni og bardagann gegn Gunnari.

Zak Cummings er 17-3 í MMA og mætir Gunnari Nelson þann 19. júlí á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Þetta verður þriðji bardagi Cummings í UFC en hann er ósigraður í bardagasamtökunum.

Ólympíska glíman gerði mig harðan. Ég byrjaði að glíma 11 ára gamall og ég hafði það sem til þarf andlega til að halda áfram í glímunni þrátt fyrir mikla erfiðleika og mikið álag. Ef þú brýtur andstæðinginn niður andlega þá stendur þú uppi sem sigurvegari,” segir Cummings.

Cummings mætti BJJ svartbeltingnum Yan Cabral í sínum síðasta bardaga. Þar sigraði Cummings eftir dómaraákvörðun og var hann óhræddur við að fara í gólfið með Cabral.

Ég held að stíllinn hans Gunnars henti mér mjög vel. Hann er líkur Yan Cabral að því leiti að hann er heimsklassa glímumaður en ég æfi með margföldum heimsmeistara í BJJ. Hann er með óhefðbundinn karate stíl og flestir eiga í erfiðleikum með að átta sig á því. Ryan Jimmo er með svipaðan stíl og ég æfi með nokkrum strákum sem hafa þennan hefðbundna karate bakgrunn svo ég er öllu vanur,” segir Cummings en bardaginn gegn Jimmo fór fram í léttþungavigt árið 2011.

Og Cummings heldur áfram: „Gunnar á eftir að eiga í erfiðleikum með mig. Þegar hann finnur höggþungann minn á hann eftir að vilja taka mig niður en ég verð tilbúinn fyrir það. Ég er glímumaður og það er mjög erfitt að taka mig niður. Ef hann nær mér niður mun hann verða mjög þreyttur þar sem hann mun þurfa að eyða mikilli orku í felluna. Ég mun nota felluvörnina mína og “clinchið” til að fá hann til að verjast.

Það er greinilegt að Cummings er óhræddur við Gunnar Nelson en bardaginn verður næst síðasti bardagi kvöldsins á bardagakvöldinu þann 19. júlí. Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular