spot_img
Monday, December 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar og Conor æfa í Los Angeles

Gunnar og Conor æfa í Los Angeles

Gunnar NelsonGunnar Nelson og Conor McGregor dvelja um þessar mundir í Los Angeles. Þar munu kapparnir dvelja þar til haldið er til Las Vegas þar sem UFC 194 fer fram.

Gunnar hefur dvalið í Dublin við æfingar síðan í október. Þar hefur hann æft með Conor McGregor og SBG liðinu undir handleiðslu John Kavanagh eins og svo oft áður.

Sjá einnig: Myndband – Gunnar og Conor æfa með Ido Portal

Nú eru þeir Gunnar, McGregor, Kavanagh og Artem Lobov mættir til Los Angeles þar sem lokaundirbúningurinn fyrir UFC 194 fer fram. Gunnar mætir Demian Maia á bardagakvöldinu á meðan Conor McGregor mætir Jose Aldo í aðalbardaga kvöldsins. Artem Lobov er í nýjustu seríu The Ultimate Fighter og má reikna með að hann berjist á úrslitakvöldinu sem fer fram daginn fyrir UFC 194.

UFC 194 fer fram 12. desember í Las Vegas.

John Kavanagh deildi þessari mynd á Twitter þar sem kapparnir taka létta æfingu á ströndinni í Los Angeles.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular