Monday, May 27, 2024
HomeForsíða22 Íslendingar skráðir til leiks á Evrópumótinu í BJJ

22 Íslendingar skráðir til leiks á Evrópumótinu í BJJ

bji mjolnir
Lið Mjölnis hélt utan í morgun. Mynd tekin af Facebook síðu BJÍ.

Evrópumeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fer fram á næstu dögum en 22 Íslendingar eru skráðir til leiks. Mótið er fjölmennasta BJJ mót sem haldið hefur verið og fer fram í Lissabon í Portúgal.

Um 3400 keppendur eru skráðir til leiks á mótið en keppt er í galla (gi). Íslensku keppendurnir koma frá fimm félögum, Mjölni, Fenri, VBC, Gracie Barra og Frontline Academy í Noregi. Vignir Már Sævarsson er búsettur í Noregi og keppir fyrir hönd Frontline Academy. Það verður fróðlegt að fylgjast með íslensku keppendunum enda er mótið gríðarlega sterkt.

BJJ samband Íslands birti á dögunum dagskrá hvenær íslensku keppendurnir keppa en listann má sjá hér að neðan.

Miðvikudegi, 21. janúar:

 • Guðrún Björk Jónsdóttir, VBC, hvítt belti, -79 kg
 • Ólöf Embla Kristinsdóttir, VBC, hvítt belti, -64 kg
 • Pétur Óskar Þorkelsson, VBC, hvítt belti, -70 kg

Fimmtudegi, 22. janúar:

 • Ingibjörg Birna Ársælsdóttir, Mjölni, blátt belti, -58,5 kg
 • Brynja Finnsdóttir, Fenri, blátt belti, -69 kg
 • Aron Elvar Jónsson, Gracie Barra, blátt belti, -76 kg
 • Kristján Helgi Hafliðason, Mjölni, blátt belti, -76 kg
 • Jóhann Páll Jónsson, Mjölni, blátt belti, -82,3 kg
 • Jóhann Ingi Bjarnason, Fenri, fjólublátt belti, -94,3 kg
 • Daði Steinn Brynjarsson, VBC, fjólublátt belti, -82,3 kg

Föstudegi, 23. janúar:

 • Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Mjölni, blátt belti, -58,5 kg
 • Ása Guðmundsdóttir, Fenri, blátt belti, +79 kg
 • Jón Kolbeinsson, Gracie Barra, blátt belti, -82,3 kg
 • Sigrún Helga Lund, Mjölni, fjólublátt belti, -74 kg
 • Pétur Jónasson, Mjölni, fjólublátt belti, -82,3 kg
 • Vignir Már Sævarsson, Frontline Academy, fjólublátt belti, -82,3 kg
 • Óli Haukur Valtýsson, Gracie Barra, fjólublátt belti, -94,3 kg

Þau keppa í flokki 30 ára og eldri.

Laugardegi, 24. janúar

 • Árni Snær Fjalarsson, Mjölni, hvítt belti, -79,3 kg
 • Sigurður Örn Alfonsson, Mjölni, blátt belti, -79,3 kg

Þeir keppa í flokki unglinga

Sunnudegi, 25. janúar

 • Axel Kristinsson, Mjölni, brúnt belti, -64 kg
 • Þráinn Kolbeinsson, Mjölni, brúnt belti, -94,3 kg
 • Ingþór Örn Valdimarsson, Fenri, brúnt belti, 94,3 kg

BJÍ mun birta úrslit hjá íslensku keppendunum samdægurs á Facebook síðu þeirra hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular