spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent2,5 milljónir manna horfðu á Kimbo Slice og Dada 5000

2,5 milljónir manna horfðu á Kimbo Slice og Dada 5000

2,5 milljónir manna horfðu á þetta.
2,5 milljónir manna horfðu á þetta.

Það voru 2,5 milljónir manna sem horfðu á vandræðalega lélegan bardaga Kimbo Slice og Dada 5000 síðasta föstudag. Að meðaltali horfðu tvær milljónir á Bellator 149 bardagakvöldið.

Þetta eru afar háar tölur og sýnir að fólk hefur gríðarlegan áhuga á Kimbo Slice og öðrum furðulegum bardögum. Bellator 149 var sýnt frítt á Spike TV og bætti öll áhorfsmet Bellator.

Fyrra met Bellator átti Kimbo Slice einnig en 2,1 milljónir manna horfðu á hann rota Ken Shamrock síðasta sumar. Kimbo Slice er í raun einn vinsælasti bardagamaður heims ef skoðaðar eru áhorfstölur þeirra bardagakvölda sem hann berst á.

Hér að neðan er búið að taka saman áhorfstölurnur á þeim bardagakvöldum sem hann berst á. Í sviga má sjá hve margir horfðu þegar áhorfið var sem mest.

Sigur á James Thompson (EliteXC á CBS) – 4,85 milljónir (toppaði í 6,5 milljónum)
Tap gegn Seth Petruzelli (EliteXC á CBS) – 4,56 milljónir (toppaði í 5,5 milljónum)
Fyrstu þáttur 10. seríu TUF (á Spike) – 4,1 milljónir
Tap gegn Roy Nelson í 10. seríu TUF (á Spike) – 5,3 milljónir
Sigur á Houston Alexander á TUF 10 Finale (á Spike) – 3,7 milljónir (toppaði í 5,2 milljónum)
Sigur á Ken Shamrock (Bellator á Spike) – 1,6 milljónir (toppaði í 2,4 milljónum)
Sigur á Dada 5000 (Bellator á Spike) – 1,964 milljónir (toppaði í 2,5 milljónum)

Þess má geta að um 2,4 milljónir manna horfðu á aðalbardagann milli Royce Gracie og Ken Shamrock á föstudaginn.

Það er greinilegt að það er enn eftirspurn eftir bardögum eins og á föstudaginn og þá sérstaklega ef Kimbo Slice er að berjast. Ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að svo lengi sem það sé eftirspurn verður alltaf framboð af svona bardögum hjá Bellator.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular