spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða4 Íslendingar berjast í Cage Contender þann 26. apríl

4 Íslendingar berjast í Cage Contender þann 26. apríl

cage contender 18

Þann 26. apríl keppa 4 Íslendingar í Cace Contender keppninni í Írlandi. Þetta eru þau Egill Øydvin Hjördísarson, Magnús Ingi Ingvarsson, Birgir Örn Tómasson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir.

Það verður nóg um að vera á Cage Contender 18 bardagakvöldinu í Belfast þann 26. apríl næstkomandi. Fyrrum UFC þungavigtarmaðurinn Jeff Monson mætir Neil Wain í aðalbardaga kvöldsins. Fyrir þá sem ekki muna sigraði Gunnar Nelson Jeff Monson á ADCC glímumótinu árið 2009 og vakti það mikla athygli. Það sem hins vegar heillar Íslendinga við þetta bardagakvöld er þó ekki bardagi Jeff Monson á kvöldinu heldur sú staðreynd að 4 Íslendingar munu keppa þetta kvöld.

egill2
Egill til vinstri á mynd.

Egill Øydvin Hjördísarson (1-0-0) keppir við Julius Ziurauskis (1-2-0) í millivigt. Bardaginn er áhugamannabardagi og verður þetta í annað sinn sem Egill keppir í MMA. Hann hefur getið sér gott orð í boxinu hér heima og sigraði sinn síðasta bardaga með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Á Mjölnir Open 9 náði hann 2. sæti í opnum flokki karla og sigraði þar sterka glímumenn. Í fyrsta MMA bardaga sínum sigraði hann Josh Mahone með glæsilegri “triangle” hengingu í fyrstu lotu í september í fyrra. Hann mætir nú Julius Ziurauskis sem keppti við Diego Björn Valencia í september í fyrra. Diego sigraði bardagann eftir glæsilegan “armbar” í 2. lotu eftir að hafa vankast í 1. lotu. Ziurauskis er góður boxari og ætti þetta því að verða hörku bardagi.

Bardagabróðirinn Magnús Ingi Ingvarsson (1-0-1) mætir Jamie O’Neil (2-1-0) í bardaga í léttvigt. Magnús Ingi hefur ásamt bróður sínum, Bjarka Þór Pálssyni, æft um nokkurt skeið í Keppnisliði Mjölnis. Þeir bræðurnir stigu sín fyrstu skref í áhugamanna MMA árið 2012 þar sem Magnús Ingi gerði jafntefli. Í maí 2013 sigraði hann svo Daniel O’Grady eftir uppgjafartak í fyrstu lotu. Magnús Ingi keppti á boxmóti í Mjölni fyrr á þessu ári þar sem hann leit hrikalega vel út og sigraði sterkan andstæðing með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hingað til hefur Magnús barist í veltivigt en hann hefur nú ákveðið að færa sig niður í léttvigt. Hægt er að fylgjast með niðurskurðinum og fleira í undirbúningi bardaga hans á Facebook síðu bardagabræðra.

Birgir Örn Tómasson mætir Ryan Greene í léttvigt en báðir eru þeir að stíga sín fyrstu skref í MMA. Birgir er nýjasti meðlimur Keppnisliðs Mjölnis en hann kláraði inntökuprófið með glæsibrag í janúar á þessu ári. Birgir er einn færasti sparkboxari landsins og verður gaman að sjá hvernig honum tekst til í sínum fyrsta MMA bardaga.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1-0) mun keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga sama kvöld en bardagi hennar hefur ekki enn verið staðfestur af Cace Contender. Bjarki Ómarsson gæti einnig keppt þetta kvöld en verið er að leita að andstæðingi fyrir hann.

Íslandsvinurinn James Gallagher (7-3-0) keppir einnig þetta kvöld en hann dvaldi hér á landi við æfingar í 5 vikur fyrr á árinu. Hinn 17 ára Gallagher mætir Alex McCooke (1-1-0) og fer bardaginn fram í fjaðurvigt. McCooke er svart belti í júdó en þetta verður fyrsti bardagi Gallaghers í tvö ár.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular