spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða5 Íslendingar keppa á NAGA í Dublin um helgina

5 Íslendingar keppa á NAGA í Dublin um helgina

Fimm Íslendingar munu keppa á NAGA glímumótinu sem fram fer í Dublin á morgun. Mótið er nokkuð stórt og verðlaunin ekki af verri endanum.

NAGA (North American Grappling Association) heldur glímumót um allan heim en á morgun halda þeir eitt slíkt í Dublin á Írlandi. Þar munu þeir Sigurvin Eðvarðsson, Eiður Sigurðsson, Þórhallur Ragnarsson, Pétur Óskar Þorkelsson og Einar Johnson allir keppa.

Aðeins er beltaskipt í gi-hluta mótsins en þeir Sigurvin, Þórhallur og Pétur keppa í flokki fjólublábeltinga en Eiður keppir í flokki brúnbeltinga og Einar í flokki blábeltinga. Allir keppa þeir fyrir hönd Mjölnis nema Einar sem er búsettur í Dublin og keppir fyrir hönd SBG.

Sigurvegararnir í flokkum fjólublábeltinga, brúnbeltinga og svartbeltinga fá glæsilegt belti í stað bikars. Mótið fer fram á laugardaginn og er keppt bæði í galla (gi) og án galla (nogi).

Pétur Óskar, Þórhallur, Sigurvin og Þráinn Kolbeinsson (þjálfari). Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular