Saturday, May 18, 2024
HomeForsíða6 Íslendingar keppa á HM í MMA

6 Íslendingar keppa á HM í MMA

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í næstu viku í Barein. Sex Íslendingar eru skráðir til leiks á mótið í ár en aldrei áður hafa svo margir Íslendingar keppt á HM.

Björn Lúkas Haraldsson náði frábærum árangri á heimsmeistaramóti áhugamanna í fyrra. Hann kom heim með silfrið en Björn kláraði fyrstu fjóra bardaga sína, alla í 1. lotu, en mátti sætta sig við tap í úrslitum.

Í ár munu sex keppendur frá Íslandi keppa á mótinu í ár en mótið er virkilega sterkt eins og undanfarin ár. Mótin hjá IMMAF (International MMA Federation) fara sífellt stækkandi en í ár eru 287 keppendur skráðir til leiks frá 52 löndum. Á sama tíma fer HM unglinga (18-20 ára) fram en þar eru 80 keppendur skráðir frá 33 löndum. Þetta er því stærsta mót IMMAF frá upphafi.

Íslenski hópurinn samanstendur af eftirtöldum sex keppendum:

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg)
Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg)
Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg)
Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg)
Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg)
Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM unglinga

Eins og áður segir verður mótið í Barein en mótið hefst mánudaginn 12. nóvember og klárast með úrslitabardögum laugardaginn 17. nóvember. Dregið verður í flokka sunnudaginn 11. nóvember og kemur þá í ljós við hverja Íslendingarnir berjast við.

Hægt er að horfa á allt mótið í beinni á IMMAF.TV hér. Áhorf á bardagana kostar 4,99 evrur til 12. nóvember en eftir það kostar áhorfið 9,99 evrur á allt mótið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular