0

Gunnar verður í síðasta upphitunarbardaga kvöldsins á UFC 231

Gunnar Nelson verður í síðasta upphitunarbardaga kvöldsins á UFC 231. Uppröðun bardagakvöldsins virðist vera klár miðað við þá uppröðun sem birtist á laugardaginn í útsendingu UFC 230.

Gunnar Nelson snýr aftur í búrið þann 8. desember þegar hann mætir Alex Oliveira á UFC 231 í Kanada. 14 bardagar eru á dagskrá á kvöldinu sem er í það mesta hjá UFC.

Fimm bardagar eru á aðalhluta bardagakvöldsins eins og vanalega. Fjórir bardagar eru svo á Fox Sports sem FS1 upphitunarbardagar sem sýndir verða á rásinni og svo fjórir aðrir bardagar á Fight Pass.

Síðasti upphitunarbardagi (e. preliminary fight) kvöldsins verður því bardagi Gunnars áður en aðalhluti bardagakvöldsins byrjar. Sá bardagi fær oftst mjög góða kynningu og þá sérstaklega á Fox Sports rásinni. UFC reynir alltaf að halda góðum bardögum þar og hafa bardagamenn á borð við Urijah Faber, Cody Garbrandt, Frankie Edgar, Johny Hendricks og fleiri verið í þessu tiltekna plássi.

Síðasti bardaginn á Fox Sports er sá bardagi sem fær mest áhorf í Bandaríkjunum enda þarf að borga sérstaklega (Pay Per View) fyrir aðalhluta bardagakvöldsins. Bardaginn er því hálfgerður „aðalbardaginn“ á Fox Sports hluta kvöldsins. Fox einblínir því á að auglýsa þann bardaga til að auglýsa bardagakvöldið enda sýna þeir ekki aðalhluta bardagakvöldsins (síðustu fimm bardaga kvöldsins).

Þó það væri gaman að Gunnar væri á aðalhluta bardagakvöldsins þá er þetta engu að síður gott pláss á stóru kvöldi. Hér að neðan má sjá uppröðun bardaganna.

Upphitunarbardagarnir á Fox Sports 1.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.