spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða8 MMA draumabardagar (seinni hluti)

8 MMA draumabardagar (seinni hluti)

Við höldum hér áfram með átta draumabardaga og draumóra í kringum þá. Aftur í engri sérstakri röð en fyrri listann má sjá hér.

gsp silva

George St. Pierre vs. Anderson Silva

Fyrir um ári síðan voru allir að slefa yfir þessum bardaga. Hann er kannski ekki jafn spennandi og hann var þá en þessir menn eru enn risastórar stjörnur og þeir geta enn slegist. Núna gæti verið fullkomið tækifæri til að setja hann saman.

Af hverju ekki? GSP er í ótímabundnu leyfi frá íþróttinni, jafnvel hættur. Þeir eru ekki í sama þyngdarflokki. Það er óljóst hvernig Silva verður eftir fótbrotið og hvort hann hafi áhuga á að berjast aftur.

Hvað ef? Silva sigrar eftir klofinn dómaraúrskurð.

aldo barao

Renan Barão vs. José Aldo

Þessir tveir eru rafmagnaðir. Báðir hafa aðeins tapað einu sinni og það var árið 2005. Það væri magnað að sjá þá berjast en líkurnar á að það gerist eru ekki miklar.

Af hverju ekki? Þeir eru æfingafélagar og góðir vinir, auk þess ekki í sama þyngdarflokki.

Hvað ef? Barão tekur hann aftur í gólfið, eftir ótrúleg tilþrif tekur Barão bakið á Aldo og svæfir hann.

pettis eddie

Anthony Pettis vs. Eddie Alvarez

Ef Michael Chandler hefði unnið seinni bardagann væri hann hér í stað Alvarez. En Alvarez á þetta skilið. Hann er alhliða góður bardgamaður með stórt hjarta og ódrepandi vilja. Pettis er tæknilegt undur. Hann er þekktur fyrir stórkostleg spörk en getur líka klárað bardaga með jiu jitsu eins og á móti Ben Henderson.

Af hverju ekki? Alvarez er í Bellator, Pettis í UFC.

Hvað ef?  Pettis nær góðu sparki í skrokkinn og fylgir eftir með sparki í höfuð Alvarez sem gerir út af við Alvarez í annarri lotu.

nate-diaz-and-nick-diaz

Nate Diaz vs. Nick Diaz

Diaz bræðurnir eru á meðal litríkustu persónuleikum í MMA og magnaðir bardagamenn að auki. Þeir eru með nákvæmlega eins stíl svo bardagi á milli þeirra væri mjög áhugaverður.

Af hverju ekki? Þeir eru bræður og myndu því auðvitað aldrei berjast.

Hvað ef? Diaz bræðrunum er rænt og þeir settir á eyðieyju. Berjist þeir ekki í alvöru þrjár lotur verða einhverjar skelfilegar afleiðingar fyrir fjölskyldu þeirra. Þeir er tregir, enda mjög nánir, en segja nánast einróma „whatever, I´m a fighter, I´ll fight, if that what you want me to do, we do it anyway in the gym every day, you know, that´s what we do……..“. Nate stóð í honum en Nick vinnur á stigum, kannski var hann að hlífa litla bróður aðeins.

Hvaða bardaga vantar á listann? Hvernig sjáið þið þessa bardaga fara?

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular