spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAf hverju er DJ ekki að berjast við TJ?

Af hverju er DJ ekki að berjast við TJ?

Demetrious Johnson býr sig nú undir sína 12. titilvörn í fluguvigtinni. Hann mætir Henry Cejudo öðru sinni en á sama kvöldi berst andstæðingur sem flestir vilja sjá hann á móti.

Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson (DJ) er talsvert sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Henry Cejudo. Johnson fór leikandi létt með Cejudo síðast þegar þeir mættust og reikna flestir með öruggum sigri meistarans á morgun.

Á sama kvöldi mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt um bantamvigtarbeltið. Í tæpt ár hefur nú verið talað um mögulegan ofurbardaga Dillashaw gegn Johnson. Sá fyrrnefndi er tilbúinn að fara niður í fluguvigt til að skora á Johnson en af einhverjum ástæðum hefur ekki enn orðið af því.

Nú þegar þeir berjast báðir á sama bardagakvöldi velta því margir fyrir sér hvers vegna þeir eru ekki að fara að berjast.

„Ég samþykkti að berjast við hann en svo meiddist ég. Ég fór í aðgerð og UFC bauð mér bardagann ekki aftur. Þegar kom að því að bóka bardagann aftur var T.J. boðið að berjast við Cody Garbrandt og T.J. fékk nýjan samning skilst mér,“ sagði Demetrious Johnson við fjölmiðla fyrr í vikunni.

Dillashaw rotaði Cody Garbrandt í nóvember í fyrra og voru margir hissa þegar bardagi þeirra var bókaður aftur enda hafði Garbrandt aldrei varið titilinn sinn þegar hann tapaði beltinu.

„Mér var því aldrei boðið að berjast við T.J. Dillashaw fyrir þetta bardagakvöld. Áður en ég meiddist var ég til í að berjast við hann en UFC kaus að fara í aðra átt og bóka Cody gegn T.J.“

Johnson vill þó hafa það á hreinu að ef hann á að berjast þessa ofurbardaga vill hann fá almennilega borgað.

„Ef upphæðin er rétt er ég til. Ég hef alltaf verið til í þessa ofurbardaga sem allir spyrja mig út í. Ef peningurinn er ekki til staðar mun ég bara halda áfram að gera það sem ég er að gera. Það veltur auðvitað á umboðsmanninum mínum að láta þetta verða að veruleika. Umboðsmaðurinn minn veit hvað ég vil, UFC veit hvað ég vil en á meðan mæti ég bara og berst við áskoranda nr. 1 í fluguvigtinni og held áfram að gera það þangað til eitthvað girnilegt kemur á mitt borð.“

Bardagarnir fara fram á UFC 227 á morgun en bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular