spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í febrúar 2016

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í febrúar 2016

Þá er janúar að baki og stysti mánuður ársins er framundan. Stærsti bardagi febrúar mánaðar átti að vera titilbardagi þungavigt en hann fór út um þúfur þegar hinn brothætti Cain Velasquez meiddist í baki og varð því að hætta við bardagann.

Ein afleiðing af þessu var uppstokkun númera fyrir bardagakvöldin sem gæti valdið smá ruglingi. UFC 196 varð UFC Fight Night 82, UFC 197 varð UFC 196, UFC Fight Night 82 varð UFC Fight Night 83 og svo koll af kolli. Febrúar hefur hins vegar upp á ýmislegt að bjóða á meðan við bíðum eftir UFC 196, kíkjum yfir það helsta.

nelson rosholt

10. UFC Fight Night 82, 6. febrúar – Roy Nelson gegn Jared Rosholt (þungavigt)

Jared Rosholt er mögulega leiðinlegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann berst eins blautt handklæði og er alltaf með fýlusvip. Það verður því gaman að sjá hann mæta Roy Nelson af því að hann ætti ekki að getað notað sína venjulegu bardagaáætlun gegn honum, hefði maður haldið.

Spá: Roy Nelson rotar Rosholt með yfirhandar hægri í fyrstu lotu, múgurinn tryllist.

Joseph-Benavidez-i-Zach-Makovsky

9. UFC Fight Night 82, 6. febrúar – Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky (fluguvigt)

Joseph Benavidez er í erfiðri stöðu eftir að hafa tapað fyrir Demetrious Johnson í tvígang. Hann er hins vegar búinn að vinna fjóra bardaga í röð og ætlar að halda áfram áfram að vinna þar til UFC neyðist til að gefa honum annað tækifæri. Andstæðingurinn að þessu sinni er mjög öflugur glímumaður sem hefur þó tapað fyrir tveimur af þeim bestu í þyngdarflokknum, þ.e. Jussier Formiga og John Dodson.

Spá: Benevidez gerir það sem Benevidez gerir, sigar. Að þessu sinni á stigum.

Lineker-and-Garbrandt

8. UFC Fight Night 83, 21. febrúar – John Lineker gegn Cody Garbrandt (bantamvigt)

John Lineker er „must see tv“ eins og þeir segja. Hans helsti óvinur er vigtin en eftir að hann var neyddur upp í bantamvigt gætu þau vandamál verið úr sögunni. Lineker er nú búinn að vinna sjö af síðstu átta bardögum sínum og er svo sannarlega mðe dýnamít í höndunum. Hér fær Lineker bardaga við ósigraðan strák úr Team Alpha Male og ætti þetta að verða góður bardagi.

Spá: Eftir stöðubaráttu í fyrstu lotu nælir Lineker sér í sigur með rothöggi í annarri lotu.

osp feijao

7. UFC Fight Night 82, 6. febrúar – Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante (léttþungavigt)

OSP gegn Feijao ætti að verða mjög spennandi viðureign. Cavalcante er kominn yfir sitt besta en er samt hættulegur hvar sem bardaginn endar. Saint Preux virðist vera einn af þessum bardagamönnum sem sigrar alla nema þá allra bestu. Hann er stór, kraftmikill og banhungraður.

Spá: OSP rotar Feijao í fyrstu lotu í mjög fjörugum bardaga.

galvao dantas

6. Bellator 150, 26. febrúar – Marcos Galvao gegn Eduardo Dantas (bantamvigt)

Eini Bellator bardaginn sem komst á listann að þessu sinni er annar bardagi Marcos Galvao og Eduardo Dantas. Þeir mættust fyrst árið 2013 en þá var Dantas meistarinn og sigraði hann á rothöggi í annarri lotu. Nú hefur dæmið snúist við, Galvao er meistarinn og ver titilinn gegn Dantas.

Spá: Galvao nær fram hefndum og sigrar með uppgjafartaki í þriðju lotu.

leites mousasi

5. UFC Fight Night 84, 27. febrúar – Thales Leites gegn Gegard Mousasi (millivigt)

Gegard Mousasi átti upphaflega að berjast við Michael Bisping. Síðar var ákveðið að Bisping ætti að berjast við Anderson Silva svo Thales Leites kom í hans stað. Leites er sennilega hættulegri andstæðingur fyrir Mousasi, hann er betri glímumaður og höggþyngri. Mousasi er hins vegar öllu vanur og er almennt fær í flestan sjó. Undanfarið hefur hann þó átt misjöfnu gengi að fagna, þ.e. slæm töp gegn Uriah Hall og Jacare Souza og góðir sigrar gegn Dan Henderson og Costas Philippou. Leites var aftur á móti búinn að sigra fimm andstæðinga í UFC áður en hann tapaði á stigum gegn Bisping í hans síðasta bardaga.

Spá: Þessi bardagi virkar nokkuð jafn á pappír en Leites virkar betur stemmdur þessa dagana. Leites sigrar á stigum.

thatch_and_siyar

4. UFC Fight Night 83, 21. febrúar – Brandon Thatch gegn Siyar Bahadurzada (veltivigt)

Miklar væntingar voru bundnar við þá báða þegar þeir hófu sinn UFC feril. Bahadurazada frá Afganistan hefur tapað sínum síðustu tveimur bardögum, báðum á stigum. Thatch hefur sömuleiðis tapað tveimur í röð, báðum með „rear-naked choke“, fyrst gegn Ben Henderson og svo auðvitað gegn Gunnari Nelson. Báðir þurfa nauðsynlega á sigri að halda, hvor hefur vinninginn?

Spá: Thatch notar stærðina og árásagirnina og rotar Bahadurazada í fyrstu lotu.

cerrone means

3. UFC Fight Night 83, 21. febrúar – Donald Cerrone gegn Tim Means (veltivigt)

Donald Cerrone gekk ekki nógu vel gegn Rafael dos Anjos í desember en hann hefur trekk í trekk sannað sig sem einn skemmtilegasti bardagamaður í heimi. Hér er hann að þyngja sig upp í veltivigt og mætir andstæðingi sem er bæði hærri og með lengri faðm og hefur barist í millivigt. Cerrone er stærra nafn en það má ekki vanmeta Means.

Spá: Þetta ætti að verða nokkuð jafn bardagi. Spáum samt kúrekanum sigri með „rear-naked choke“.

silva-bisping

2. UFC Fight Night 84, 27. febrúar – Michael Bisping gegn Anderson Silva (millivigt)

Hvernig mun 40 ára Anderson Silva líta út? Hann hefur aðeins barist einu sinni á síðustu tveimur árum og mætir hér Bretanum Michael Bisping sem er sjálfur orðinn 36 ára en hefur verið nokkuð sprækur undanfarið í sigrum gegn Thales Leites og C.B. Dollaway. Silva verður sennilega metinn líklegri til að sigra samkvæmt veðbönkunum og fyrir nokkrum árum hefði Bisping ekki átt möguleika en við verðum að setja spurningamerki við getu Silva í dag.

Spá: Bisping verður léttari á fæti, heldur sig frá Silva og sigrar á stigum í bardaga sem veldur mörgum vonbrigðum.

Hendricks-vs.-Thompson

1. UFC Fight Night 82, 6. febrúar – Johny Hendricks gegn Stephen Thompson (veltivigt)

Ein stærsta spurningin fyrir þennan bardaga er þyngd Johny Henricks. Það muna allir eftir vigtuninni fyrir bardagann gegn Tyron Woodley, Hendricks náði ekki vigt og þurfti að hætta við bardagann. Talað var um að pína hann upp í millivgt, líkt og gert var við Kelvin Gastelum, en ekkert varð úr því. Hér mætir hann Stephen Thompson í mjög áhugaverðum bardaga, sérstaklega þegar stílar þessara manna eru skoðaðir. Hendricks er glímumaður sem getur rotað með einu höggi. Thomspon er karatesnillingur sem notar snerpu og hættuleg spörk til að fletja út sína andstæðinga.

Spá: Thompson verður betri standandi en Hendricks stelur lotum með fellum og glímu og sigrar á stigum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular