spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAlan Jouban: Machida bræðurnir hjálpuðu mér að líða vel gegn karate stílnum

Alan Jouban: Machida bræðurnir hjálpuðu mér að líða vel gegn karate stílnum

Alan Jouban mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í London á laugardaginn. Jouban mun koma vel undirbúinn til leiks gegn Gunnari.

Það var mikil eftirspurn eftir viðtölum við Jouban og fengum við aðeins tvær spurningar með honum. Blaðamennirnir umkringdu Jouban og Gunnar og var talsvert meiri eftirspurn eftir viðtölum við þá heldur en þá Jimi Manuwa og Corey Anderson sem eru í aðalbardaga kvöldsins.

Jouban hefur verið að æfa með Machida bræðrunum Lyoto og Chinzo en þeir eru báðir afar færir MMA bardagamenn með góðan bakgrunn í karate.

„Ég vildi venjast þessum stíl. Ég er með fullt af góðum æfingafélögum en þegar ég skoðaði bardagann langaði mig að fá bestu mögulega æfingafélagana en ekki endilega til að herma eftir Gunnari,“ sagði Jouban.

„Ég er með tvo af þeim bestu til umráða. Ég er með þá Lyoto og Chinzo nálægt mér. Þeir eru tveir af þeim bestu í heiminum í því sem þeir gera, þeir eru góðir vinir og voru frábærir. Við hittumst einu sinni í viku og æfðum vel saman.“

„Það var frábært fyrir mig þar sem Lyoto er 185 punda örvhentur maður en Chinzo er rétthentur 155 punda maður. Ég var því með hraða, kraft, vinstri, hægri og það hjálpaði mér mikið að líða vel gegn þessum karate stíl.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular