spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAlan Jouban: Mikil vonbrigði fyrir mig

Alan Jouban: Mikil vonbrigði fyrir mig

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Alan Jouban var augljóslega mjög vonsvikinn með bardagann gegn Gunnari Nelson. Gunnar sigraði Jouban með „guillotine“ hengingu eftir 34 sekúndur í 2. lotu.

„Ég náði ekki að sýna þá frammistöðu sem ég vildi,“ sagði Jouban eftir tapið.

Jouban náði ekki mörgum höggum í Gunnar og var kýldur niður í 2. lotu eftir beina hægri frá Gunnari.

„Ég sleppti mér ekki eins mikið og ég hefði viljað. Um leið og mér fannst ég sleppa mér var hann kominn í góða stöðu og hann náði hengingunni á slæmum tíma fyrir mig en á góðum tíma fyrir hann. Ég var að anda frá mér á þessum tíma og hann náði að læsa hengingunni. Þetta eru vonbrigði fyrir mig. Ég myndi ekki tappa út af þessu aftur. En ég horfi fram á við og læri af þessu,“ sagði Jouban eftir bardagann.

Eftir að Gunnar hafði kýlt Jouban niður togaði hann Jouban niður og læsti „guillotine“ hengingunni. Jouban reyndi að rúlla úr hengingunni en Gunnar elti og kláraði henginguna úr „mount“.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular