Gunnar Nelson sigraði Alan Jouban með hengingu í 2. lotu í London fyrr í kvöld. Gunnar var einn af fjórum sem fékk frammistöðubónus fyrir sigurinn.
Gunnar vankaði Jouban með beinni hægri í 2. lotu og kláraði Jouban svo með „guillotine“ hengingu eftir 34 sekúndur í 2. lotu.
Gunnar, Marc Diakiese, Marlon Vera og Jimi Manuwa fengu allir 50.000 dollara frammistöðubónus eða 5,4 milljónir króna. Marc Diakiese rotaði Teemu Packanen eftir 30 sekúndur í 1. lotu, Marlon Vera rotaði Pickett með hásparki í 3. lotu og Jimi Manuwa rotaði Corey Anderson með vinstri króki í 1. lotu.
Performances of the Night: Marc Diakiese, Marlon Vera, Gunnar Nelson and Jimi Manuwa#UFCLondon
— Damon Martin (@DamonMartin) March 19, 2017
Pétur Marinó Jónsson
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Santiago Ponzinibbio meiddur á þumalfingri – verður Magny sendur til Síle? - April 22, 2018
- Fjórfalt gull og eitt brons á ADCC Norway Open - April 22, 2018
- Úrslit UFC Fight Night: Barboza vs. Lee - April 22, 2018