1

Albert Tumenov: Ég er mjög vonsvikinn

Albert TumenovAlbert Tumenov tapaði fyrir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam fyrr í kvöld. Tumenov var að vonum vonsvikinn með tapið.

„Ég er mjög vonsvikinn. Svona er íþróttin, því miður,“ sagði Tumenov fljótlega eftir bardagann.

„Þetta var ekki minn dagur en ég mun koma sterkur til baka. Ég er ekki einn af þeim sem vinnur einn, tapar einum, vinnur einn, tapar einum. Ég er hér til að verða bestur og minn tími mun koma. Ég mun bara verða sterkari og koma til baka. Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni,“ sagði Tumenov að lokum.

Þetta var þriðja tap Tumenov á ferlinum en fram að bardaganum hafði hann sigrað 13 af síðustu 14 bardögum sínum.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

One Comment

Leave a Reply