spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAllt fór (nokkuð) friðsamlega fram í vigtuninni fyrir UFC 202

Allt fór (nokkuð) friðsamlega fram í vigtuninni fyrir UFC 202

ufc 202 vigtunSjónvarpsvigtunin fyrir UFC 202 var að klárast. Allt fór nokkuð friðsamlega fram en fjórir lögregluþjónar voru til staðar þegar Conor McGregor og Nate Diaz stigu á sviðið.

Það vantaði ekki æsinginn hjá Conor McGregor og Nate Diaz þó allt hafi farið vel fram. Báðir menn voru æstir og mikil spenna í loftinu en Dana White og fjórir lögregluþjónar sáu um að allt færi friðsamlega fram.

Eftir vigtunina höfðu báðir ýmislegt að segja. „Hann hefði átt að drepa mig þegar hann fékk tækifærið. Núna er ég kominn aftur og ég ætla að drepa þig og allt liðið þitt,“ sagði Conor McGregor við Nate Diaz.

Nate Diaz svaraði á sama vinsamlega máta: „Ég æfi alltaf vel til að drepa. Hann er dauður síðan síðast. Þetta er nýr maður. USA motherfuckers.“ Það vantar ekki æsinginn í menn. Kappið hefur greinilega borið þá ofurliði enda menn farnir að senda morðhótanir.

Hér að neðan má sjá vigtunina í heild sinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular