0

Allir náðu vigt – Conor 168 pund og Nate Diaz 170,5

conor vigtunAllir bardagamenn náðu tilsettri þyngd fyrir bardagana á UFC 202 á morgun. Conor McGregor var næstsíðastur til að mæta.

Vigtunin í UFC hefur verið með breyttu sniði í allt sumar. Núna vigta bardagamenn sig inn um morguninn og hafa tveggja klukkutíma ramma til að ná tilsettri þyngd. Vigtunin í dag hófst kl 8 í morgun og var McGregor að vigta sig inn u.þ.b. kl 9:30. Lorenz Larkin var síðastur til að vigta sig inn.

Conor var 76,2 kg (168 pund) á meðan Nate Diaz var 77,3 kg (170,5 pund). Bardaginn fer fram í veltivigt (170 pund, 77 kg) en bardagamenn mega vera hálfu pundi yfir settri þyngd. Diaz mætti snemma í morgun og var meðal þeirra fyrstu til að vigta sig inn.

Platvigtunin fyrir áhorfendur fer svo fram kl 16 í Las Vegas eða kl 23 á íslenskum tíma. Svo lengi sem ekkert stórslys eigi sér stað í sjónvarpsvigtuninni í kvöld ættu allir bardagarnir að fara fram.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.