Fyrrum léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis mun ekki keppa gegn Myles Jury sökum meiðsla. Í hans stað kemur Edson Barboza en bardaginn átti að vera næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC on Fox bardagakvöldi þann 25. júlí.
Bardaginn gegn Jury átti að vera endurkoma hans eftir að hafa tapað titlinum til Rafael dos Anjos í mars. Pettis var staðráðinn í að berjast sem oftast á þessu ári enda hefur hann átt í miklum meiðslavandræðum á undanförnum árum. Hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst 2013 en hans fyrsta titilvörn fór ekki fram fyrr en í desember 2014. Pettis ætlaði sér því að berjast þrisvar á árinu í hið minnsta.
Rússinn Khabib Nurmagomedov og Anthony Pettis hafa átt í illvígum deilum á samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Nurmagomedov átti að mæta Donald Cerrone á UFC 187 í maí en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Það kætti Pettis sem sagði þetta á Twitter:
@TeamKhabib karma is a bitch hope that disability pays well!!!
— Anthony Pettis (@Showtimepettis) April 30, 2015
Þarna var Pettis að svara eldri Twitter færslu Nurmagomedov frá því í ágúst 2014.
Þetta var slæm tímasetning hjá Pettis að skjóta á Nurmagomedov. Pettis er meiddur á olnboga og verður frá í 4-6 mánuði.
Nate Diaz blandaði sér svo í umræðuna:
I’m 23 fights deep in the @ufc since 21 I never pulled out a fight ur #bothmadefromglass#lolaturshittalkin#rookiespic.twitter.com/3EM9lBYGaO — Nathan Diaz (@NateDiaz209) May 8, 2015
Nurmagomedov vonaði þó að Pettis gæti jafnað sig á meiðslunum fljótt svo þeir gætu barist.
Wish you fast recovery. I know how hard it is. I believe our fight is inevitable @Showtimepettis @ufc @Reebok pic.twitter.com/TULlRdLBfs
— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) May 8, 2015
Þetta eru enn ein meiðslin sem stór nöfn UFC hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum. Á þessu ári hefur UFC þurft að breyta 25 bardögum sem áttu ýmist að vera aðalbardagi kvöldsins eða næstsíðasti bardagi kvöldsins.
Það var Khabib sem að skaut fyrst á Pettis fyrir ári síðan (skoðaðu dagsetninguna á tvitter færslu Khabib 6/8/2014) en Pettis svaraði fyrir sig um daginn(tvitter færslan hans er dagsett 4/30/2015) þegar að Khabib meiddist nú fyrir stuttu. Og núna þegar að Pettis meiddist að þá voru menn spenntir að sjá hvað Khabib myndi segja núna enhann ákvað að óska Pettis góðs bata í stað þess að skjóta á hann því að þeir eru staddir í sama báti hvað þetta varðar.