1

Anthony Pettis meiddur

Fyrrum léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis mun ekki keppa gegn Myles Jury sökum meiðsla. Í hans stað kemur Edson Barboza en bardaginn átti að vera næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC on Fox bardagakvöldi þann 25. júlí.

Bardaginn gegn Jury átti að vera endurkoma hans eftir að hafa tapað titlinum til Rafael dos Anjos í mars. Pettis var staðráðinn í að berjast sem oftast á þessu ári enda hefur hann átt í miklum meiðslavandræðum á undanförnum árum. Hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst 2013 en hans fyrsta titilvörn fór ekki fram fyrr en í desember 2014. Pettis ætlaði sér því að berjast þrisvar á árinu í hið minnsta.

Rússinn Khabib Nurmagomedov og Anthony Pettis hafa átt í illvígum deilum á samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Nurmagomedov átti að mæta Donald Cerrone á UFC 187 í maí en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Það kætti Pettis sem sagði þetta á Twitter:

Þarna var Pettis að svara eldri Twitter færslu Nurmagomedov frá því í ágúst 2014. khabib twitter

Þetta var slæm tímasetning hjá Pettis að skjóta á Nurmagomedov. Pettis er meiddur á olnboga og verður frá í 4-6 mánuði.

Nate Diaz blandaði sér svo í umræðuna:

Nurmagomedov vonaði þó að Pettis gæti jafnað sig á meiðslunum fljótt svo þeir gætu barist.

Þetta eru enn ein meiðslin sem stór nöfn UFC hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum. Á þessu ári hefur UFC þurft að breyta 25 bardögum sem áttu ýmist að vera aðalbardagi kvöldsins eða næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.