Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaTveir spennandi bardagar bætast við UFC 189

Tveir spennandi bardagar bætast við UFC 189

Thompson-EllenbergerUFC 189 verður bara betra og betra en UFC hefur bætt tveimur spennandi bardögum við. Bardagakvöldið klárast með titilbardaga Conor McGregor og Jose Aldo auk þess sem okkar maður, Gunnar Nelson, berst gegn John Hathaway á sama kvöldi.

Enn einn veltivigtarbardaginn bættist við í gær þegar UFC staðfesti bardaga milli Jake Ellenberger og Stephen Thompson. Ellenberger tapaði þremur bardögum í röð áður en hann sigraði Josh Koscheck í febrúar en Ellenberger er í 9. sæti styrkleikalista UFC. Stephen Thompson hefur sigrað síðustu fjóra bardaga sína en hann er með skemmtilegan karate stíl sem hefur reynst mörgum erfiður. Þetta er sjötti veltivigtarbardagi kvöldsins.

Hinn bráðefnilegi Thomas Almeida mætir Bretanum Brad Pickett í spennandi bantamvigtarslag. Almeida hefur sigrað báða bardaga sína í UFC og hefur sigrað alla 19 bardaga sína – þar af 14 með rothöggi. Pickett reyndi fyrir sér í fluguvigt með döprum árangri en fer nú aftur upp í bantamvigt. Pickett er verulega skemmtilegur bardagamaður með góðar hendur og ætti þessi bardaga að verða frábær skemmtun. Þetta verður í þriðja sinn sem þeir Gunnar Nelson og Brad Pickett berjast á sama bardagakvöldi.

Þeir bardagar sem hafa verið staðfestir á bardagakvöldinu eru:

Titilbardagi í fjaðurvigt: Jose Aldo gegn Conor McGregor
Titilbardagi í veltivigt: Robbie Lawler gegn Rory MacDonald
Fjaðurvigt: Dennis Bermudez gegn Jeremy Stephens
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn John Hathaway
Veltivigt: Matt Brown gegn Tim Means
Veltivigt: Brandon Thatch gegn John Howard
Veltivigt: Mike Swick gegn Alex Garcia
Veltivigt: Jake Ellenberger gegn Stephen Thompson
Bantamvigt: Thomas Almeida gegn Brad Pickett
Bantamvigt: Cody Garbrandt gegn Henry Briones

UFC er iðulega með 12 bardaga á þessum stóru bardagakvöldum og má því búast við tveimur bardögum í viðbót á þetta bardagakvöld. Uppröðunin er ekki komin á hreint og því ekki staðfest hvort Gunnar verði á aðalhluta bardagakvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular