spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 bestu MMA-bardagamenn Eyjaálfu

Föstudagstopplistinn: 5 bestu MMA-bardagamenn Eyjaálfu

huntÍ tilefni af því að UFC ætlar að heimsækja Ástralíu um helgina ætlum við að fara yfir bestu MMA bardagamennina sem hafa komið frá Eyjaálfu. Heimsálfan er ekki mjög fjölmenn, þrátt fyrir stærð, en það hefur ekki komið í veg fyrir öfluga þátttöku í MMA-heiminum.

noke

5. Kyle Noke (20-7-1)

Kyle Noke hefur verið lengi að en hann byrjaði að keppa í MMA árið 2002. Hann var reyndur þegar hann keppti í The Ultimate Fighter árið 2010 með 21 bardaga undir beltinu. Það dugði honum þó ekki til sigurs og hann hefur bara náð að vinna fjóra af sjö bardögum sínum í UFC til þessa. Noke var líka orðinn þrítugur þegar hann loksins komst í UFC en hann var m.a. upptekinn sem lífvörður Steve Irwin áður en hann hellti sér út í atvinnumennskuna. Noke hefur lengi verið einn af bestu bardagamönnunum Ástralíu þó hann sé ekki líklegur til að stíga nokkuð hærra. Hann mætir Brad Tavares á laugardagskvöld.

te huna

4. James Te Huna (16-8)

Te Huna hóf keppni árið 2003 og komst í UFC árið 2010 þar sem hann hefur náð fimm sigrum en tapað fjórum sinnum, þar af þremur í röð. Fyrir þessa taphrinu hafði Te Huna bara tapað gegn Alexander Gustafsson í UFC og náði fjórum góðum sigrum í röð. Eitthvað hefur misfarist í seinni tíð því Te Huna hefur þrisvar í röð verið stoppaður í fyrstu lotu. Sú ákvörðun að fara úr þunnskipaðri léttþungavigt niður í millivigt hefur ekki hjálpað. Framtíðin er ekki björt hjá þessum kappa eins og er en það kemur í ljós hvort hann kemst yfir þessa hindrun.

palelei

3. Soa Palelei (22-4)

Soa Palelei er 120 kg rothöggsvél sem hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Hann hefur unnið fjóra af fimm bardögum sínum í UFC, klárað þá alla og keppir næst við Antonio ‘Bigfoot’ Silva. Áður en hann kom í UFC var hann með 18 sigra, þar af 14 með rothöggi í fyrstu lotu. Það er því alltaf spennandi að fylgjast með Palelei og það verður áhugavert að sjá hvernig gengur gegn toppmanni eins og Silva.

sotiropolous

2. George Sotiropolous (14-7-0 (1))

Sotiropolous átti mjög góðan feril framan af en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Eftir að hafa unnið 14 af 16 fyrstu bardögum sínum hefur hann tapað fimm bardögum í röð, nú síðast utan UFC. Þar áður átti hann mjög góðan feril, sigraði öfluga menn og var nálægt titilbardaga í léttvigtinni eftir sjö sigra í röð. Hann var lengi einn þekktasti og besti bardagamaður Ástralíu og var valinn sem þjálfari ástralska liðsins í The Ultimate Fighter: Smashes þáttaröðinni.

UFC on FUEL TV: Struve v Hunt

1. Mark Hunt

Mark Hunt er orðinn hálf goðsagnakenndur bardagamaður þó hann sé enn að. Það eru fáir sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í höggþunga. Maðurinn virðist geta staðið af sér næstum hvað sem er og hann hefur enst gríðarlega lengi í MMA. Þessi 41 árs gamli hlunkur keppir í sínum 21. MMA bardaga um helgina en hann kom í UFC með fimm sigra og sex töp á ferlinum. Fæstir bjuggust við því að þessi Nýsjálendingur myndi nokkurn tímann ná langt í UFC en svo barðist hann um bráðabirgðatitilinn gegn Fabricio Werdum í fyrra. Á laugardaginn mætir hann Stipe Miocic í aðalbardaga kvöldsins. Sama hvað gerist þá hefur Hunt svo sannarlega skilað sínu.

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular