Friday, March 29, 2024
HomeErlentAnthony Pettis skar sig á lyfjaprófsglasi og ætlar í mál við USADA

Anthony Pettis skar sig á lyfjaprófsglasi og ætlar í mál við USADA

Anthony Pettis er ekki sáttur með USADA. Pettis skar sig á lyfjaprófsglasi fyrir hans síðasta bardaga og hafði það áhrif á frammistöðu hans.

Anthony Pettis mætir Carlos Diego Ferreira á UFC 246 um helgina. Pettis mætti Nate Diaz síðast í ágúst og tapaði eftir dómaraákvörðun. Á mánudaginn sagðist Pettis hafa skorið sig illa skömmu fyrir bardagann sem hafði áhrif á frammistöðu hans.

Pettis þurfti að gangast undir lyfjapróf hjá USADA baksviðs fyrir bardagann þar sem hann skilaði tveimur sýnum af sér. Þegar hann var að loka glerflöskunni sem innihélt sýnið tókst honum að skera sig. Pettis fékk skurð á þumalinn á hægri hönd.

Skurðurinn hafði áhrif á upphitunina hjá Pettis og segist hann því hafa barist eins og áhugamaður. Þjálfari Pettis, Duke Roufus, bað Pettis um að hætta við bardagann en Pettis var ekki á sama máli. Læknar UFC límdu skurðinn saman og var Pettis síður en svo ánægður með starfsmenn USADA.

„Ég vildi að hann hefði ekki barist, því miður sást það á frammistöðunni. Hann gat ekki kreppt hnefann og þetta hafði áhrif á glímuna þar sem þú þarft þumalinn til að grípa,“ sagðu Roufus við MMA Fighting.

USADA og fleiri eftirlitsaðilar nota flöskur sem ekki er hægt að opna án þess að skilja eftir sig ummerki en flaskan er framleidd af Berlinger. Pettis vill sjá breytingar hjá USADA í kjölfar slyssins og vill frekar sjá lyfjaprófin eiga sér stað eftir bardaga.

Pettis er því að lögsækja USADA, flöskuframleiðendann og UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular