spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁr liðið frá bardaga Gunnars Nelson gegn Albert Tumenov

Ár liðið frá bardaga Gunnars Nelson gegn Albert Tumenov

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í dag er orðið ár liðið síðan Gunnar Nelson steig inn í búrið í Rotterdam eftir hálfs árs hlé gegn hinum grjótharða Albert Tumenov. Okkur fannst því tilvalið að rifja upp bardagann.

Í desember árið 2015 þurfti Gunnar Nelson að þola erfitt tap gegn goðsögninni Demian Maia. Maia er gríðarlega virtur bardagamaður og tap gegn honum er engin skömm. Engu að síðar var þetta annað tapið í þremur bardögum hjá Gunnari og bæði komu gegn andstæðingum sem metnir voru meðal topp tíu bardagamanna í heiminum samkvæmt styrkleikalista UFC. Margir vildu vita hvaða áhrif tapið gegn Maia hefði á Gunnar sálfræðilega og hvernig hann kæmi til baka.

Þegar bardaginn var tilkynntur urðu ýmsir aðdáendur Gunnars óstyrkir enda var Albert Tumenov metinn mjög hættulegur andstæðingur. Í sex bardögum hans í UFC hafði hann unnið fimm og þrjá þeirra með rothöggi.

Tumenov er Rússi en hans helsti styrkleiki eru hnefaleikar sem hann notar í bland við vel tímasett spörk. Það var því mjög áhugavert að sjá hvernig Gunnari myndi ganga standandi gegn þessari rússnesku höggavél.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar virkaði áberandi vöðvameiri í bardaganum og var öruggur að vanda. Hann kom inn nokkrum höggum strax í upphafi sem virtist koma Tumenov á óvart. Rússinn svaraði vel fyrir sig þar til Gunnar náði frábærri fellu þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrstu lotu og kom sér strax í „mount“. Þarna töldu margir sigur vera innan seilingar en Tumenov gerði vel að koma sér aftur upp en át nokkra vel valda olnboga. Skiptst var á höggum í lok lotunnar en ljóst var að Gunnar hafði unnið hana sannfærandi á stigum.

Önnur lota byrjaði nokkuð jafnt en Tumenov kom inn nokkrum mjög góðum höggum. Fellan kom hins vegar fljótlega og aftur komst Gunnar í „mount“. Þegar Tumenov reyndi að snúa sér stökk Gunnar á bakið og hóf leitina að uppgjafartaki. Tumenov varðist vel og þegar Gunnar kom höndinni ekki undir hökuna ákvað hann þess í stað að fara yfir kjálkann og klára bardagann með hálfgerðum „neck crank“ sem virkaði einstaklega óþægilegur. Eftir bardagann sagðist Gunnar hafa notað þessa aðferð oft áður og sagði að þó hann sé ekki undir hökuna sé þrýstingurinn á kjálkann það mikill að menn séu samt að kafna

Með sigrinum sýndi Gunnar mikinn karakter og sannaði að hann á heima á meðal þeirra allra bestu í þyngdarflokknum. Gunnar tileinkaði sigurinn móður sinni sem var viðstödd bardaga hans í fyrsta sinn en bardaginn fór fram á sjálfan mæðradaginn.

Rúsínan í pylsuendanum var svo skemmtileg greining Luke Thomas á bardaganum þar sem fellur og glíma Gunnars var tekin fyrir.

Á þessu eina ári hefur Gunnar barist einn bardaga, gegn Alan Jouban í London í mars. Gunnar átti auðvitað að mæta Dong Hyun Kim í Belfast í nóvember en meiddist.

Albert Tumenov tapaði sínum næsta bardaga á UFC 204 í október og ákvað að söðla um og samdi við ACB bardagasamtökin. Þar hefur hann ekki enn barist en mætir Marelo Alfaya þann 20. maí.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular