spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentAron Leó mætir Gavin Lofts á Caged Steel 37!

Aron Leó mætir Gavin Lofts á Caged Steel 37!

Aron Leó Jóhannsson mætir aftur í búrið 7. September næstkomandi eftir frábæra frammistöðu í fyrsta atvinnumannabardaganum sínum. Aron tók sitt fyrsta skref inn í atvinnumennskuna á Caged Steel 36 í byrjun sumars og kláraði þá andstæðinginn sinn, Bradley Tedham, með rothöggi eftir 10 sekúndur. Aron er núna kominn með nýjan andstæðing á Caged Steel 37 og mun hann mæta heimamanninum Gavin Lofts (2-1).

Cavin Lofts byrjaði atvinnumannaferilinn vel og tókst að setja saman tvo sigra áður en hann þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap, sem kom gegn Dolvik í maí á þessu ári. Gavin Lofts er ekki ókunnugur strákunum í Reykjavík MMA en hann átti að berjast við Harald Arnarsson í desember í fyrra en Gavin dró sig úr bardaganum og fékk Halli þá nýjan andstæðing í staðinn. 

Aron Leó hlýtur að mæta með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir sigurinn á Bradley Tedham. Aron tók ekki við neinum almennilegum höggum frá Bradley í bardaganum og ætti því að vera í ansi góðu standi komandi inn í bardagan gegn Gavin. 

Eins og er hafa Caged Steel og Reykjavík MMA staðfest 3 íslendinga á Caged Steel 37 bardagakvöldið, en líklega verður tilkynnt um fjórða íslendinginn á næstu dögum. Alls má búast við að Reykjavík MMA fari með 5 manna keppnislið á Caged Steel 37 í Doncaster 7.September. 

Fimmta Lotan og MMA Fréttir mun halda áhorfspartý á Minigarðinum og er öllum velkomið að fjölmenna þangað til að styðja fólkið okkar.

Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér andstæðinginn hans Arons í gegnum linkana hér fyrir neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular