spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBardagi Gunnars færist upp á aðalhluta bardagakvöldsins

Bardagi Gunnars færist upp á aðalhluta bardagakvöldsins

Bardagi Gunnars Nelson gegn Alex ‘Cowboy’ Oliveira hefur verið færður um stað á UFC 231. Upphaflega átti Gunnar að vera í einum af upphitunarbardögum kvöldsins en nú hefur hann verið færður á aðalhluta bardagakvöldsins.

UFC 231 fer fram þann 8. desember í Toronto í Kanada. Vegna meiðsla hafa nokkrir bardagar verið færðir til og þar á meðal er bardagi Gunnars. Mirsad Bektic átti að mæta Renato Moicano í fjaðurvigt en sá bardagi átti að vera á aðalhluta bardagakvöldsins. Bektic meiddist og hefur Moicano ekki fengið nýjan andstæðing eins og er. Bardagi Hakeem Dawodu gegn Kyle Bochniak hefur verið færður upp og þá verður bardagi Claudiu Gadelha og Ninu Ansaroff síðasti upphitunarbardagi kvöldsins.

Gunnar átti upphaflega að vera í síðasta upphitunarbardaga (e. preliminary fight) kvöldsins en nú hefur hann verið færður á aðalhluta bardagakvöldsins (e. main card). Gunnar verður því á Pay Per View hluta bardagakvöldsins en þetta kemur fram á heimasíðu UFC.

The Grind with Gunnar Nelson: The one and only GRIND (1. þáttur)

Þetta breytir svo sem ekki miklu fyrir Gunnar. Bardaginn verður því aðeins seinna um kvöldið en síðasti upphitunarbardaginn fær mikið áhorf í Bandaríkjunum enda ókeypis. Aðalhluti bardagakvöldsins fær samt jafnan meiri athygli fjölmiðla heldur en upphitunarbardagar. Gunnar verður líklegast í 2. bardaganum af fimm á aðalhluta bardagakvöldsins og ætti því að byrja um það bil kl. 3:30 á íslenskum tíma.

Gunnar er í þann mund að ljúka við æfingabúðir sínar hér á landi en hann heldur til Toronto á morgun, föstudag.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular