spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar mætir Maia í kvöld!

Gunnar mætir Maia í kvöld!

Mynd af Instagram reikningi Jóns Viðars Arnþórssonar.
Mynd af Instagram reikningi Jóns Viðars Arnþórssonar.

Loksins loksins er komið að því, 12. desember er runninn upp. Þetta er dagur sem bardagaaðdáendur á Íslandi hafa beðið eftir í langan tíma.

Frá því bardaginn var fyrst tilkynntur þann 4. september hafa glímuáhugamenn beðið eftir þessum degi. Ólíkt mörgum andstæðingum Gunnars hefur Maia ekki þurft að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Blautur draumur margra glímuáhugamanna rætist í kvöld.

Maia verður fyrsti mótherji Gunnars sem er á topp tíu í veltivigtinni. Þessi bardagi á eftir að segja okkur mikið um Gunnar og hans möguleika á að nálgast toppinn í UFC. Sigri hann Maia með sannfærandi hætti mun það fleyta honum hátt upp styrkleikalista UFC. Tap mun hins vegar setja hann nokkur skref til baka.

Gunnar er sjálfur sannfærður um að hann sé slæmt „matchup“ fyrir Maia og verður það að koma í ljós í kvöld hvort það sé rétt metið hjá honum. Maia er feikilega sterkur glímumaður eins og hefur margoft komið fram og er örlítið sigurstranglegri að mati veðbanka.

Ég er ekki bara spenntur fyrir bardaga Gunnars. Það eru þrír bardagar sem ég er nánast jafn spenntur fyrir. Bardagi Jacare og Romero verður sturlaður en þarna mætast tveir frábærir glímumenn með ólíka stíla. Þetta er bardagi sem hefur verið í heilt ár í smíðum og fer loksins fram í kvöld.

Áður en Conor McGregor mætir Jose Aldo munu þeir Luke Rockhold og Chris Weidman berjast um millivigtartitilinn. Þetta er einn besti millivigtarbardagi sögunnar og hreinlega ómögulegt að vita hver er að fara að vinna. Báðir geta hæglega unnið þennan bardaga og það er eitt af því sem gerir bardagann svona spennandi.

Lokabardagi kvöldsins er auðvitað risabardagi Conor McGregor og Jose Aldo. Maður hefur beðið eftir þessum bardaga síðan í janúar og í kvöld mætast þeir loksins. Eins og allir vita áttu þeir að mætast í júlí en vegna meiðsla Aldo dró hann sig úr bardaganum. Í þetta sinn er ekkert um meiðsli (svo vitað sé) og sjáum við í kvöld tvo bestu strikerana í MMA eigast við. Allt skítkastið og fjölmiðlafárið er búið, nú snýst allt um hvor er betri í búrinu.

Þvílík veisla! Það verður ekki leiðinlegt að setjast í sætið sitt í MGM Grand Arena í kvöld og verða vitni af sögulegum atburði. Bardagakvöldið í kvöld er eitt stærsta bardagakvöld í sögu UFC líkt og þegar Gunnar barðist síðast á UFC 189. Vonandi verða úrslitin jafn góð í kvöld líkt og í sumar.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bardagi Gunnars er númer tvö í röðinni og ætti því að hefjast um kl 3:30. Allir ættu að byrja að stilla inn kl 3 til að vera viss um að missa ekki af neinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular