spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator 145: Vengeance er í kvöld

Bellator 145: Vengeance er í kvöld

bellator 145Í kvöld verður Bellator með stórt baragakvöld þar sem nokkrir af allra bestu bardagamönnum samtakanna munu láta ljós sitt skína. Þema kvöldsins er, eins og nafnið ber með sér, hefnd,+ en þrír af fimm bardögum á aðalhluta kvöldsins eru milli manna sem hafa mæst áður.

Það verða tveir titilbardagar í kvöld og bardagamennirnir fjórir sem keppa í þeim hafa allir verið lengi innan Bellator bardagasamtakanna. Samanlagt hafa þeir 48 bardaga í samtökunum og unnið 40. Aðalbardagi kvöldsins er milli fjaðurvigtarmeistarans Patrício Freire og fyrrum meistarans Daniel Straus. Hinn titilbardaginn er milli léttvigtarmeistarans Will Brooks og Marcin Held.

Hin heilaga þrenning?

Freire hefur sigrað Straus tvisvar. Fyrst vann hann á stigum á Bellator 45 í maí 2011 og í janúar á þessu ári mættust þeir aftur og þá sigraði Freire með hengingu í fjórðu lotu. Straus fær nú þriðja tækifærið til að spreyta sig gegn Freire og Freire fær tækifæri til að þagga endanlega niður í Straus.

Lætur Held verkin tala?

Will Brooks hefur ekki farið fögrum orðum um andstæðing sinn Marcin Held. Hann hefur m.a. kallað hann „einhæfan“, „veiklundaðan“ og „mjúkan“. Held hefur þó ekki svarað Brooks heldur segir hann einfaldlega að hann sýni Brooks allt sem hann vill segja honum í búrinu. Í kvöld kemur í ljós hvort Held geti látið verkin tala eða hvort Brooks sjái í raun og veru veikleika.

Tröllaslagur

Í kvöld mætir fyrrum WWE-stjarnan Bobby Lashley fyrrum Pride-keppandanum James Thompson í annað sinn. Kapparnir mættust fyrst árið 2012 og þá sigraði Thompson á stigum. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem bardagi milli þeirra hefur verið settur á dagskrá en fyrst hætti Lashley við vegna meiðsla og svo gerði Thompson það sama. Þessi langi aðdragandi eykur óneitanlega þrýstinginn á Lashley og Thompson til að eiga góðan bardaga. Báðir eru komnir til ára sinna og tröllvaxnir svo það er hætta á hægum bardaga ef hann endar ekki snemma.

Getur Chandler risið til fyrri dýrðar?

Talandi um pressu, Michael Chandler, fyrrum léttvigtarmeistari Bellator, þarf svo sannarlega að standa undir pressunni í kvöld. Chandler var taplaus með tólf sigra og léttvigtarbelti Bellator þar til í nóvember 2013. Hann tapaði svo þremur bardögum í röð áður en hann náði öruggum sigri með uppgjafartaki í júní á þessu ári. Hann vill komast aftur í titilbaráttu og þarf nú að sigra David Rickels sem hann rotaði á 44 sekúndum þegar þeir mættust fyrst. Rickels gæti komið sér á kortið í léttvigtinni með sigri í kvöld.

Ungur maður á uppleið

Í fyrsta bardaga aðalhluta bardagakvöldsins mun svo fyrrum TUF-keppandinn og UFC-bardagamaðurinn Justin Lawrence mæta Emmanuel Sanchez. Sá síðarnefndi vonast eflaust til að hefja aðra sigurgöngu en hann hafði unnið sex bardaga í röð þegar fyrrum fjaðurvigtarmeistarinn Pat Curran vann hann á stigum. Curran átti upphaflega að vera andstæðingur Lawrence en varð að hætta við vegna meiðsla. Þessi bardagi er því gott tækifæri fyrir báða bardagamenn til að sýna að þeir eigi skilið að mæta þeim bestu.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular