spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator og BAMMA héldu sameiginlegt bardagakvöld í Dublin í gær

Bellator og BAMMA héldu sameiginlegt bardagakvöld í Dublin í gær

Bellator og BAMMA héldu sameiginlegt bardagakvöld í The 3Arena í Dublin í gær. Kvöldið var óformlega kallað Bammator og mátti þar sjá nokkur fín tilþrif.

Fyrstu bardagar kvöldsins voru hluti af BAMMA 27 en síðustu fjórir bardagarnir hluti af Bellator 169. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Muhammed ‘KingMo’ Lawal og Satoshi Ishii. King Mo fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun en hann mun svo keppa aftur í lok mánaðar í útsláttarkeppni Rizin FF í Japan.

Íslandsvinurinn James Gallagher er nú 5-0 sem atvinnumaður eftir sigur á Anthony Taylor í gær. Gallagher æfir hjá SBG í Dublin og hefur margoft komið til Íslands við æfingar. Gallagher kláraði Taylor með „rear naked choke“ í 3. lotu en þetta var annar bardaginn hans í Bellator.

Af bardögunum í BAMMA má helst nefna að einn efnilegasti bardagamaður heims utan UFC, Tom Duquesnoy, varði bantamvigtartitil sinn í gær þegar hann sigraði Alan Philpott með hengingu í 2. lotu. Duquesnoy hlýtur að fá samning við UFC fljótlega en sá franski lítur afar vel út og virðist vera tilbúinn fyrir UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular