Tuesday, April 16, 2024
HomeForsíðaBirgir Örn með tæknilegt rothögg í 1. lotu - sjáðu bardagann hér

Birgir Örn með tæknilegt rothögg í 1. lotu – sjáðu bardagann hér

Birgir Örn Tómasson var rétt í þessu að vinna bardaga sinn í Litháen. Birgir sigraði með tæknilegu rothöggi í lok 1. lotu.

Birgir Örn mætti Renatas Buskus (1-1 fyrir bardagann) í 68 kg hentivigt. Buskus reyndi snemma fellu en Birgir varðist vel. Birgir virtist fá fingur í augað þegar hann varðist fellunni og var gert örlítið hlé á bardaganum. Þegar bardaginn hófst aftur náði Birgir nokkrum fínum höggum inn en Buskus náði þó fellu eftir rúma mínútu af bardaganum. Buskus náði þó ekki að gera mikið í gólfinu og tókst Birgi að komast fljótt aftur á lappir.

Þegar á fætur var komið sýndi Birgir yfirburði sína í standandi viðureign. Hann var að finna opnanir á vörn andstæðingsins og reyndi Buskus nokkrar fellur en alltaf tókst Birgi að verjast þeim. Í lok lotunnar lét hann nokkur góð högg dynja á Buskus upp við búrið. Lotan kláraðist og sast Buskus á gólfið. Á meðan Birgir fór í sitt horn sat Buskus enn á gólfinu og ætlaði ekkert að standa upp. Hann virtist gefa dómaranum merki um að hann vildi ekki halda áfram og sigraði því Birgir eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.

Birgir er því 2-0 á atvinnumannaferlinum en báðir sigrarnir voru eftir rothögg. Frábær frammistaða hjá Birgi í kvöld!

Bardaganum var streymt á opinberri Facebook síðu Birgis og má sjá bardagann hér að neðan. Bardaga Diego verður einnig streymt á síðunni síðar í kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular