0

Bardagakvöldið í Litháen hefst kl. 17 – verður í beinni á Facebook

Þeir Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia berjast báðir í MMA í kvöld. Bardagarnir fara fram í Litháen og verður hægt að sjá þá í beinni útsendingu í gegnum Facebook.

Strákarnir eru báðir að berjast atvinnubardaga í kvöld og er því um að ræða þrjár, fimm mínútna lotur. Birgir Örn (1-0) er í 8. bardaga kvöldsins en hann mætir Renatas Buskus (1-1). Birgir hefur ranglega verið kallaður Bjarki Ómarsson af aðstandendum bardagakvöldsins sem er þó ekki skrítið þar sem fjórir íslenskir Bjarkar berjast í MMA. Birgir fékk í gær allt í einu nýjan andstæðing og þurfti skyndilega að létta sig um tvö kíló í viðbót.

Diego Björn Valencia (2-1) er í næstsíðasta bardaga kvöldsins og mætir Laurynas Urbonavicius (7-1) en bardaginn fer fram í léttþungavigt. Báðum bardögunum verður streymt á opinberri Facebook síðu Birgis hér.

Streymið af bardaga Birgis er hér:

Hér að neðan má sjá uppröðun bardagakvöldsins:

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.