0

Hvenær byrjar UFC on FOX: Emmett vs. Stephens?

UFC er með fínasta bardagakvöld í Orlando í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Um er að ræða svo kallað FOX bardagakvöld og því eru fjórir bardagar á aðalhluta bardagakvöldsins og byrjar þetta á ágætis tíma hér á landi. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 21:15 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 1 á Stöð 2 Sport)

Fjaðurvigt: Josh Emmett gegn Jeremy Stephens
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade gegn Tecia Torres
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Ilir Latifi
Veltivigt: Mike Perry gegn Max Griffin

Fox upphitunarbardagar (hefjast kl 23:00)

Bantamvigt: Renan Barão gegn Brian Kelleher
Bantamvigt kvenna: Sara McMann gegn Marion Reneau
Strávigt kvenna: Angela Hill gegn Maryna Moroz
Veltivigt: Ben Saunders gegn Alan Jouban

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 21:15)

Léttþungavigt: Sam Alvey gegn Marcin Prachnio
Bantamvigt: Rani Yahya gegn Russell Doane
Hentivigt (126,5 pund): Eric Shelton gegn Alex Perez
Bantamvigt: Albert Morales gegn Manny Bermudez

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.