0

Birgir Örn fékk nýjan andstæðing og þurfti allt í einu að létta sig meira

Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia berjast í Litháen annað kvöld. Birgir Örn er allt í einu kominn með nýjan andstæðing og þurfti að vigta sig tvisvar inn í dag.

Birgir Örn Tómasson (1-0 sem atvinnumaður) átti upphaflega að mæta Litháanum Paulius Zitinevicius (1-1-1) í léttvigt. Í dag, föstudag, fékk hann hins vegar fregnir af því að hann væri kominn með nýjan andstæðing. Sá heitir Renatas Buškus og er 1-1 sem atvinnumaður.

Birgir þurfti upphaflega að vera 70,9 kg (156 pund) í vigtuninni og var hann undir tilsettri þyngd í vigtuninni áðan. Eftir að nýr andstæðingur kom inn þurfti hann allt í einu að vera 68,5 kg.

Birgir var nýbúinn að drekka ágætis magn af vatni þegar hann fékk fréttirnar og þurfti því að fara aftur inn í gufuna að skera niður. Honum tókst það að lokum og vigtaði sig aftur inn. Birgir var í tilsettri þyngd og ætti bardaginn því að fara fram á morgun.

Það var þó ekkert rugl á Diego Birni Valencia og hans bardaga en hann mætir Laurynas Urbonavicius (7-1) í léttþungavigt á morgun.

Reynt verður að streyma bardagakvöldinu á morgun í gegnum Facebook.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.