spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBirgir Örn: Stefni alltaf á rothöggið

Birgir Örn: Stefni alltaf á rothöggið

biggi
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Birgir Örn Tómasson sigraði á dögunum sinn annan MMA bardaga er hann rotaði Bobby Pallett á flottu bardagakvöldi sem fram fór í Wales. Hann hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi en við fengum að heyra í honum hljóðið eftir viðburðaríka helgi.

Pallett hafði sigrað alla fjóra bardaga sína fyrir þessa viðureign og er því enginn nýgræðingur í íþróttinni. Birgir var vel að sigrinum kominn en hann fékk bónus fyrir besta bardaga kvöldsins og rothögg kvöldsins. Samkvæmt Birgi var undirbúningurinn fyrir þennan bardaga eins og best verður á kosið.

„Undirbúningurinn gekk rosa vel og ég náði að bæta mig alveg helling. Ég einbeitti mér mikið að boxfléttum (þó með spörkum), vann með standandi glímu, clinch og takedown defense. Svo vann ég í glímunni minni, þá sérstaklega með vörnina og leiðir til að komast úr slæmum stöðum,“ segir Birgir en hann komst í Keppnislið Mjölnis eftir að hafa þreytt inntökuprófið í janúar.

Birgir er Muay Thai bardagakappi að upplagi og stundaði þá íþrótt í sjö ár áður en hann færði sig yfir í MMA. Hvernig hefur gengið að aðlagast nýjum áherslum?

„Það hefur gengið ágætlega, þetta er samt fyrst núna að smella saman. Ég þurfti að breyta svo mörgum litlum þáttum í stílnum mínum sem gerði það að verkum að ég varð hálf vanstilltur lengi vel framan af. Ofan á það þurfti maður að tileinka sér glænýjan þátt, þ.e. glímuna og byrja þar frá grunni.“

Í upphitunarþættinum Leiðin að búrinu spáði Birgir sjálfum sér sigri með rothöggi eftir beina hægri og reyndist sannspár. Var það eitthvað sem hann var búinn að vinna sérstaklega í fyrir þennan bardaga?

„Ég var mikið að vinna í vissum handafléttum (boxfléttum) og var að stíla inn á að ná honum með því – sem ég gerði. Annars fer ég alltaf inn í bardaga með þeim ásetningi að steinrota andstæðinginn. Þá finnst mér best að nota hendurnar til þess.“

Gunnar Nelson er auðvitað ein af fyrirmyndum Birgis og segir hann að allir ættu að taka Gunnar sér til fyrirmyndar. Birgir setur stefnuna á atvinnumennsku í íþróttinni þó hann taki bara einn bardaga fyrir í einu.

„Mig langar í titilbelti. Redda því og færa mig svo upp í atvinnumennskuna, þá byrjar fjörið!“ Við hjá MMA Fréttum óskum Birgi til hamingju með rothöggið og þökkum fyrir viðtalið. Við viljum benda lesendum á að kíkja á Facebook Like-síðu Birgis hér. Rothöggið má sjá hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular