spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór einnig með gull á Evrópumótinu

Bjarki Þór einnig með gull á Evrópumótinu

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að taka gull á Evrópumótinu. Hann sigraði úrslitabardagann eftir dómaraákvörðun.

Bjarki Þór hafði mikla yfirburði seinni tvær loturnar en sú fyrsta var jafnari. Búlgarinn Dorian Dermendzhiev hafði unnið alla bardaga sína í fyrstu lotu með uppgjafartaki og hótaði Bjarka með „guillotine“ hengingu í fyrstu lotu. Bjarki varðist vel og braut Búlgarann niður með stöðugri pressu.

Bjarki sigraði eftir einróma dómaraákvörðun og er Evrópumeistari líkt og Sunna. Bjarki keppti í veltivigtinni og var það stærsti flokkur mótsins. Þetta var fimmti bardaginn hans á mótinu og átti hann einfaldlega frábæra frammistöðu á mótinu. Stórkostlega vel gert hjá Bjarka Þór.

Við óskum Bjarka, Sunnu og Mjölni til hamingju með frábæran árangur á mótinu. Þess má einnig geta að Pétur Jóhannes Óskarsson hlaut brons í þungavigtinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular