spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Thor með sigur eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu

Bjarki Thor með sigur eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu

Bjarki Thor Pálsson kláraði Alan Procter í 2. lotu fyrr í kvöld. Bjarki naut mikilla yfirburða allan bardagann.

Bardaginn fór fram á FightStar 9 bardagakvöldinu í London. Þetta var endurat eftir að Procter hafði verið dæmdur úr leik í fyrri bardaganum eftir ólöglegt hnéspark sem rotaði Bjarka. Það var því mikið undir í kvöld og gríðarleg spenna.

Bjarki og Procter byrjuðu á að skiptast á höggum í byrjun bardagans þar til Bjarki náði vel tímasettri fellu. Út lotuna var Bjarki ofan á í gólfinu að raða inn höggunum en Procter varðist vel og var hreyfanlegur af bakinu.

Önnur lotan var svipuð og sú fyrsta. Bjarki náði fellunni aftur og var ofan á þar sem hann lét höggin dynja á Procter. Eftir hnéspark frá Bjarka sem átti að fara í magann kvartaði Procter undan höggi í klofið. Dómarinn gerði hlé á bardaganum og tók Procter sér sinn tíma að jafna sig. Ekki var að sjá að höggið hefði farið í klofið við fyrstu sýn en Procter nýtti sér pásuna vel.

Þeir byrjuðu aftur standandi um það bil tveimur mínútum síðar og náði Bjarki fellunni með þrautseigju. Bjarki náði bakinu í skamma stund og sótti í „rear naked choke“ en Procter varðist vel. Bjarki fór því að nota höggin og olnbogana meira og hélt því áfram þar til dómarinn hafði séð nóg og stöðvaði bardagann. Bjarki Thor með sigur eftir tæknilegt rothögg eftir 3:56 í 2. lotu.

Þetta var frábær frammistaða hjá Bjarka Thor og er hann nú 3-0 á atvinnuferlinum. Bjarki heldur áfram að bæta sig og getur verið mjög sáttur með frammistöðuna í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular