spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór og Sunna Rannveig komin í úrslit Evrópumótsins

Bjarki Þór og Sunna Rannveig komin í úrslit Evrópumótsins

bjarki þór immaf 3
Bjarki Þór. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Undanúrslit Evrópumótsins í MMA fóru fram í dag og átti Ísland þrjá fulltrúa þar. Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir eru bæði komin í úrslit.

Bjarki Þór mætti Bretanum Hardeep Rai. Bjarki sigraði með tæknilegu rothöggi í 3. lotu en hann hafði mikla yfirburði í bardaganum. Bjarki stjórnaði Rai í gólfinu og sigraði örugglega. Hann er því komin í úrslitin sem fara fram á morgun. Þetta var fjórði bardaginn hans á þremur dögum og hefur hann farið hamförum á mótinu.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Árni Ísaksson, Sunna og Jón Viðar. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætti hinni tékknesku Michaela Dostalova. Sunna var að hafa betur standandi og lagðist Dostalova á bakið (guard pull). Sunna komst fljótt í „mount“ þar sem hún raðaði inn höggunum þangað til dómarinn stoppaði þetta í fyrstu lotu. Sunna sigraði því með tæknilegu rothöggi og er komin í úrslit!

Sunna mætir Anja Saxmark frá Svíþjóð á morgun í úrslitunum.

Síðastur af Íslendingunum í dag var Pétur Jóhannes Óskarsson. Hann mætti Irman Smajic frá Svíþjóð í þungavigt. Eftir að hafa reynt að fara í fellu náði Smajic taki á hálsi Péturs og læsti standandi „guillotine“ hengingu. Pétur tappaði út og sigraði Svíinn eftir 1:56 í fyrstu lotu.

Þau Sunna Rannveig og Bjarki Þór eru því komin í úrslit í sínum flokkum sem er ótrúlegt afrek. Bjarki Þór keppir í veltivigt sem er stærsti flokkur mótsins en Sunna Rannveig keppir í fluguvigt.

Bjarki Þór með fellu. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Bjarki Þór með fellu. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular