spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjartur Guðlaugsson: Búinn að vera smá tilfinningarússíbani

Bjartur Guðlaugsson: Búinn að vera smá tilfinningarússíbani

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Bjartur Guðlaugsson keppir fyrir hönd Mjölnis á bardagakvöldinu í Færeyjum annað kvöld. Líkt og aðrir Íslendingar hefur verið nokkuð flakk á andstæðingum fyrir Bjart.

Bjartur Guðlaugsson (1-2) var búinn að æfa vel undanfarnar vikur og í miðjum niðurskurði þegar hann fékk þær fréttir að andstæðingurinn hans hefði meiðst. „Ég varð frekar niðurdeginn þegar ég frétti af því að andstæðingurinn minn hefði slasast og þeir sögðu mér að það væri of stuttur tími til að leita að nýjum mótherja. Ég fór bara heim og fékk mér vel saltaða ommulettu og bjór, eitthvað sem ég hefði aldrei gert í miðjum niðurskurði,“ segir Bjartur.

Sem betur fer fékk Bjartur annan andstæðing daginn eftir. Hann mætir nú Dananum Mikkel Thomsen (3-3) í fjaðurvigt. „Þetta er búinn að vera smá tilfinningarússíbani en maður verður bara að rúlla með höggunum og halda áfram sínu striki. Ég veit nánast ekkert um andstæðinginn, bara að hann kemur frá Fredrikssundi og er svolítið reyndari en ég.“

Allir þrír bardagar Bjarts í MMA hafa farið fram á Evrópumótinu í MMA. Fyrst í Birmingham 2015 þar sem hann vann einn og tapaði einum og svo í Prag í fyrra þar sem hann datt út í fyrstu umferð. Að þessu sinni fær hann bara einn bardaga og þarf ekki að vigta sig inn samdægurs fyrir bardagann.

„Það er allt annað að geta vigtað sig inn daginn áður. Ég er búinn að geta borðað meira og lyft lóðum. Ég held samt aðallega að það verði betra að fá svona góðan tíma til að endurhlaða líkamann. Á EM var maður varla búinn að jafna sig þegar maður átti að fara að berjast.“

„Ég lærði margt af síðasta EM eins og að ég er með meiri kraft í höndunum mínum en ég kannski hélt og ég get meitt andstæðingana mína standandi. Það var einnig smá sárabót fyrir egóið þegar andstæðingurinn minn vann keppnina og bardagamaðurinn sem ég vann árið áður komst í úrslit. Svo það var greinilegt að ég hafði tapað fyrir besta gaurnum og unnið þann næstbesta.“

Þó andstæðingurinn sé reyndari er Bjartur hvergi banginn. „Það er erfitt að segja hvernig bardaginn muni fara annað en það að ég muni vinna. Ég tel mig vera svipaðann standandi og í gólfinu en ég er búinn að vera að vinna mikið í boxinu upp á síðkastið svo ég ætla að segja rothögg í 3. lotu,“ segir Bjartur að lokum.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular