spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjörn Lúkas: Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri

Björn Lúkas: Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri

Björn Lúkas Haraldsson vann sinn annan atvinnubardaga um síðustu helgi þegar hann sigraði Georgio Christofi á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi. Björn er staðráðinn að fara alla leið í íþróttinni en ætlar ekkert að flýta sér.

Björn Lúkas naut mikilla yfirburða í bardaganum sínum og kláraði andstæðinginn með armlás í 1. lotu. Hann hefur klárað báða bardaga sína í 1. lotu án vandræða.

„Ég var svo spenntur að fara keppa aftur. Ég fann fyrir engu stressi, bara sjálfsöryggi. Ég var alveg samfærður um að ég væri að fara standa mig. Þegar ég steig í búrið þá var það bara game on. Ég vildi byrja með látum en samt halda stjórn á fjarlægðinni,“ segir Björn um sína upplifun af bardaganum.

Björn byrjaði bardagann strax með snúnings hælsparki en Björn er með bakgrunn úr taekwondo. „Ég rétt strauk hann með snúningssparkinu en var strax búinn að fá virðingu frá honum um að passa sig á mér. Þegar ég smellhitti hann með bogasparkinu (roundhouse) þá fann ég hálsinn á honum braka og ég vissi að þetta hafði vankað hann. Hann reyndi að grípa í mig í panicki en hann var stífur þannig að ég gat stjórnað honum vel. Þegar ég kastaði honum þá held ég líka að ég hafi tæmt á honum lungun þar sem hann varð mjúkur eftir það og gaf frá sér óhljóð.“

„Eftir það var ég viss um að ég væri að fara klára þetta bráðlega og tók minn tíma. Ég setti gildru og hann féll fyrir henni og sigurinn var kominn í Mjölnis hornið. Það var alltaf planið að byrja með þetta spark. Ég er góður í þessu sparki og mig langaði í flott rothögg. Svo líka til að bregða honum og sína að mér er alvara.“

Mynd: Headhunters Championship.

Eftir fyrsta sigur Björns í Færeyjum í maí öskraði hann af innlifun um leið og bardaginn kláraðist. Í þetta sinn var hann mun rólegri þegar sigurinn var í höfn. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist síðast, það gerðist svo lítið í þeim bardaga og þetta var bara strax búið. En þó þessi bardagi hafi verið svipað langur þá gerðist svo miklu meira í bardaganum. Ég náði inn góðu sparki og höggi, fleygði honum á hausinn, mountaði hann, tók bakið á honum, setti hann í triangle/armbar. Ég held að aðalmunurinn var sá að síðast var svo mikil ringulreiði en núna var ég með 100% stjórn á bardaganum frá A til Ö.“

Björn hefur gríðarlegan metnað og ætlar sér alla leið. Hann ætlar þó ekkert að flýta sér að taka atvinnubardaga enda bara búinn með tvo áhugamannabardaga. „Ég æfi eins og atvinnumaður og hef gert það í langan tíma. En stefnan er og hefur alltaf verið atvinnumenskan í þessu en á sama tíma þá er ég líka ekkert að flýta mér með það. Mig langar á stórmót eins og EM eða HM og sjá hvar ég í rauninni stend. Ef maður kemst á pall þar þá á maður ekki lengur erindi í áhugamannaheiminum. Þótt að fyrstu tveir bardagarnir fóru eins og þeir gerðu þá hef ég fullt af hlutum sem að ég þarf að bæta mig í.“

Báðir bardagar hans hafa klárast frekar snemma og vill hann berjast aftur sem fyrst en þarf þó að hvíla aðeins vegna meiðsla. „Ég væri til að berjast um næstu helgi! Eða komast á FightStar bardagakvöldið sem strákarnir eru að keppa á. En ég veit ekki, ég tognaði illa á öklanum fyrir þennann bardaga og ætla að taka því rólega í smá stund.“

„Núna ætla ég að ná mér aðeins eftir bardagann, bæta tæknina og drilla. En svo fer allt aftur í gang. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Björn Lúkas að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular