spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrandon Thatch og Conor McGregor sigurstranglegri hjá veðbönkum

Brandon Thatch og Conor McGregor sigurstranglegri hjá veðbönkum

Gunnar Nelson Brandon Thatch
Gunnar Nelson og Brandon Thatch

Stuðlarnir á UFC 189 hafa breyst í vikunni. Thatch er sigurstranglegri hjá veðbönkum og einnig Conor McGregor eftir fréttirnar af meiðslum Jose Aldo.

Fyrir bardaga Gunnars gegn John Hathaway var okkar maður sigurstranglegri hjá veðbönkum. Eftir að Brandon Thatch kom í stað Hathaway er Bandaríkjamaðurinn talinn líklegri til að fara með sigur af hólmi. Samkvæmt BestFightOdds.com er Thatch -175 á meðan Gunnar er +135. Þetta þýðir að til að geta unnið 100 dollara þarf að veðja 175 dollurum á Thatch en ef þú veðjar 100 dollurum á Gunnar færðu 135 dollara. Í tugabrotum er stuðullinn á Thatch 1,57 en stuðullinn á Gunnar 2,35.

Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í UFC þar sem hann er talinn ólíklegri sigurvegari samkvæmt veðbönkum.

Það markverðasta við stuðlana er þó að Jose Aldo, númer eitt á lista yfir bestu bardagamenn heims pund fyrir pund (eftir að Jon Jones datt út), er ólíklegri sigurvegarinn gegn Conor McGregor hjá mörgum veðbönkum. Stuðullinn í tugabrotum er í kringum 1,80 á McGregor á meðan stuðullinn á Aldo er í kringum 2. Það er þó ekki mikill munur á stuðlunum en hér að neðan má sjá mynd af núverandi stuðlum.

ufc 189 stuðlar

Það er í raun ótrúlegt hversu jafnir stuðlarnir eru. Jose Aldo hefur verið kóngurinn í fjaðurvigtinni í mörg ár á meðan Conor McGregor hefur sigrað fimm bardaga í UFC. Það segir margt um spennuna sem ríkir fyrir þennan bardaga. Rifbeinsmeiðsli Aldo hafa vafalaust mikið að gera með stuðlana og eru eflaust margir að veðja á McGregor núna.

Kapparnir mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC 189 þann 11. júlí. Okkar maður, Gunnar Nelson, mætir Brandon Thatch sama kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular