spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrock Lesnar féll aftur á lyfjaprófi

Brock Lesnar féll aftur á lyfjaprófi

brock lesnar 2Brock Lesnar á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. UFC tilkynnti í dag að Brock Lesnari hafi fallið á öðru lyfjaprófi.

Alheimurinn fékk að vita á föstudaginn að Brock Lesnar hefði fallið á lyfjaprófi. Það próf fór fram þann 28. júní og var utan keppnis. Nú hefur komið í ljós að Lesnar féll á öðru lyfjaprófi sem tekið var í keppni. Í keppni er skilgreint sem 12 klukkustunda gluggi fyrir og eftir bardaga.

Brock Lesnar mætti Mark Hunt á UFC 200 þann 9. júlí. Lesnar sigraði bardagann eftir dómaraákvörðun en að öllum líkindum mun sigurinn verða dæmdu ógildur.

Bæði lyfjaprófin sem Lesnar féll á innihéldu sama bannefnið. USADA mun ekki greina frá þeim efnum sem fundust í lyfjaprófinu fyrr en Lesnar greinir sjálfur frá þeim. Íþróttasamband Nevada fylkis gæti þó greint frá efnunum þegar málið verður tekið upp.

Brock Lesnar fór í átta lyfjapróf á fjórum vikum í aðdraganda bardagans. Hann stóðst fyrstu fimm prófin en hefur greinilega fallið á síðustu þremur prófunum. Lesnar mun fá tveggja ára bann verði hann fundinn sekur. Þó Lesnar hafi fallið á tveimur lyfjaprófum mun þetta líklegast teljast sem eitt brot á lyfjastefnu UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Kemur þetta virkilega einhverjum á óvart? Þetta ætti ekki einu sinni að koma UFC á óvart og er þeim hreinlega til skammar.

    “Það próf fór fram þann 28. júlí”, á þetta ekki að vera 28 júní ?

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular