Tæma þurfti Hilton hótelið í London seint í gærkvöldi þar sem Gunnar Nelson og allir bardagamenn kvöldsins dvelja á. Brunabjallan fór í gang og þurftu allir að fara út.
Klukkan 23 á föstudagskvöldið, daginn fyrir bardaga Gunnars Nelson gegn Alan Jouban, fór brunabjallan í gang. Allir bardagamennirnir, starfsfólk UFC og aðrir gestir þurftu að bíða úti í kuldanum eftir að slökkviliðið mætti á staðinn.
Ekki besti undirbúningurinn fyrir morgundaginn að bíða úti í kuldanum í klukkutíma. Enginn hætta reyndist vera á ferðum og gátu Gunnar Nelson og aðrir gestir haldið aftur upp á herbergi sín klukkutíma síðar.

