spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCage Warriors halda sínu striki með bardagana í kvöld

Cage Warriors halda sínu striki með bardagana í kvöld

Það er afskaplega lítið um íþróttir í heiminum í dag en Cage Warriors ætla að halda sínu striki. Cage Warriors verða með bardaga í Manchester í kvöld fyrir luktum dyrum.

Cage Warriors 113 átti upphaflega að fara fram í London – daginn fyrir UFC bardagakvöldið í London. Bardagakvöldið átti að fara fram í O2 höllinni í London en henni hefur nú verið lokað vegna kórónaveirunnar.

Cage Warriors ákvað því að færa bardagakvöldið til Manchester og verða bardagarnir á sínum stað.

Darren Stewart átti upphaflega að mæta Marvin Vettori á UFC bardagakvöldinu í London og Bartos Fabinski átti að mæta Shavkat Rakhmonov á sama kvöldi. Þar sem Vettori og Rakhmonov komust ekki til Englands fengu þeir Stewart og Fabinski að berjast við hvorn annan á Cage Warriors kvöldinu.

Mason Jones og Joe McColcan mætast um lausan titil í léttvigt en bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC. Upphitunarbardagarnir hefjast kl. 18:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 21:00.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 21:00)

Millivigt: Darren Stewart gegn Bartosz Fabinski
Titilbardagi í léttvigt: Mason Jones gegn Joe McColgan
Veltivigt: Nathan Jones gegn David Bear
Léttvigt: Paddy Pimblett gegn Decky Dalton

Upphitunarbardagar (hefjast kl. 18:30)

Fjaðurvigt: Perry Goodwin gegn Steve Aimable
Fluguvigt: Darren O’Gorman gegn Coner Hignett
Fluguvigt: Adam Amarasinghe gegn Jake Bond
Millivigt: Matthew Bonner gegn. Jamie Richardson
Fjaðurvigt: Kris Edwards gegn James Hendin
Léttvigt: Aidan Stephen gegn. Jack Collins
Fjaðurvigt: Lewis Monarch gegn Kingsley Crawford

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular