spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCalderwood meidd og Paige VanZant fær nýjan andstæðing?

Calderwood meidd og Paige VanZant fær nýjan andstæðing?

paige vanzant joanne calderwoodJoanne Calderwood og Paige VanZant eiga að mætast í aðalbardaga UFC Fight Night 80 þann 10. desember. Nú hefur liðsfélagi VanZant sagt að Calderwood sé meidd og geti ekki barist.

Þetta kom fram í hlaðvarpi bardagaliðsins Team Alpha Male en Paige VanZant æfir hjá liðinu. Í stað Calderwood mun Rose Namajunas koma í hennar stað. Justin Buchholz stýrir þættinum en hann æfir með VanZant og var fyrstur til að greina frá þessu. Hvorki UFC né Calderwood hafa staðfest meiðslin svo enn eru þetta aðeins vangaveltur.

Paige VanZant hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn í MMA og sigrað alla þrjá bardaga sína í UFC. Hin skoska Joanne Calderwood hefur sigrað tvo bardaga og tapað einum frá því hún kom í UFC úr The Ultimate Fighter.

UFC heldur þrjú bardagakvöld á þremur dögum í Las Vegas í desember. Það fyrsta, UFC Fight Night 80, fer fram fimmtudaginn 10. desember þar sem VanZant berst í aðalbardaga kvöldsins gegn Namajunas eða Calderwood. Chad Mendes og Frankie Edgar mætast svo föstudaginn 11. desember á úrslitakvöldi TUF. Kirsuberið á toppnum er svo UFC 194 laugardaginn 12. desember þar sem Jose Aldo mætir Conor McGregor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular