Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChael Sonnen og Wanderlei Silva mætast á stóru Bellator kvöldi í New...

Chael Sonnen og Wanderlei Silva mætast á stóru Bellator kvöldi í New York

Bellator ætlar að feta í fótspor UFC og vera með stórt bardagakvöld í Madison Square Garden í júní. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Chael Sonnen og Wanderlei Silva.

Þetta verður „Pay per view“ en þetta verður aðeins í annað sinn sem Bellator heldur PPV kvöld. Fedor Emelianenko og Matt Mitrione mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins en þeir áttu að mætast á Bellator 172 í síðasta mánuði. Skömmu fyrir bardagann fékk Mitrione nýrnasteina og gat ekki barist.

Þeir Sonnen og Wanderlei hafa lengi reynt að berjast. Árið 2014 þjálfuðu þeir 3. seríu TUF Brazil og áttu að berjast sumarið 2014. Fyrst áttu þeir að berjast í maí en bardaganum var frestað til júlí vegna meiðsla Wanderlei.

Skömmu fyrir bardagann flúði Wanderlei Silva óvænt lyfjapróf og var hann í kjölfarið settur í bann. Vitor Belfort kom inn í hans stað en þá féll Chael Sonnen á lyfjaprófi og var settur í tveggja ára bann. Chael Sonnen hætti í kjölfarið en snéri aftur í janúar þegar hann tapaði fyrir Tito Ortiz.

Wanderlei Silva fékk lífstíðarbann frá MMA eftir að hann flúði lyfjaprófið. Banninu var þó aflétt ári síðar og var samningi hans við UFC rift. Hann hefur ekkert barist síðan í mars 2014 en þetta verður fyrsti bardagi hans í Bellator.

Bellator samdi í gær við Ryan Bader og í síðustu viku við Lorenz Larkin. Gera má ráð fyrir að flest stærstu nöfn bardagasamtakanna verði á Bellator 180 í New York.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular