Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeForsíðaChris Weidman og fellibylurinn Sandy

Chris Weidman og fellibylurinn Sandy

chris weidmanFellibylurinn Sandy reið yfir New York í október 2012. Fellibylurinn hafði djúpstæð áhrif á austurströnd Bandaríkjanna og einn af þeim sem varð fyrir barðinu á fellibylnum var millivigtarmeistarinn Chris Weidman.

Níu mánuðum áður en Chris Weidman rotaði einn sigursælasta bardagamann allra tíma, Anderson Silva, lenti hann í erfiðri lífsreynslu. Fellibylurinn Sandy skolaði burt heilu heimilunum en 60.000 heimili urðu fyrir skemmdum af hálfu fellibylsins.

Weidman vanmat skaða fellibylsins í upphafi og ákvað að halda kyrru fyrir heima á meðan kona hans og börn yfirgáfu húsið. Weidman ætlaði að vera eftir og reyna að bjarga því sem bjarga varð.

Eyðileggingin var þó mun meiri en hann hélt og þurfti Weidman að vaða í vatni upp að mitti í eldhúsi og stofu. Verðlaunagripir og minningar úr stórum glímumótum eyðilögðust í saltvatninu og sömuleiðis mikið af húsgögnum á neðri hæðinni.

Daginn eftir fellibylinn sá hann eyðilegginguna í réttu ljósi. Sum húsin voru gjörsamlega eyðilögð og höfðu heilu þökin fokið fleiri hundruði metra niður götuna. Weidman vorkenndi sjálfum sér ekki mikið þar sem margir nágrannar hans höfðu lent mun verr í því. Weidman tókst að bjarga mörgu úr húsinu sínu með því að vera áfram á meðan sumir nágrannanna höfðu misst allt.

Weidman notaði sína 50.000 Twitter fylgjendur til að aðstoða nágranna sína. Hann fékk aðdáendur sína til að koma með hlý föt og teppi til þeirra sem höfðu misst mest. Einn af aðal styrktaraðilum hans, Bad Boy, mætti með fjölda kassa fulla af fötum og gaf þeim sem sem minna máttu sín.

Á þessum tíma voru átta vikur í bardaga hans gegn Tim Boetsch en hann hafði engan tíma til að hugsa um það. Hann eyddi mestum tímanum í að hjálpa sér og nágrönnum sínum. Fellibylurinn eyðilagði nánast allt inn í húsinu en ummerki fellibylsins má sjá í myndbandinu neðst.

Eftir tvær vikur af framkvæmdum þáði hann boð frá Ryan Bader og fékk Weidman og fjölskylda hans samverustað í Arizona fylki. Þar ætlaði Weidman að undirbúa sig fyrir bardagann gegn Boetsch um tíma. Eftir aðeins viku af æfingum með Bader meiddist hann hins vegar á öxl og gat ekki barist.

Eftir bardagann gegn Móðir nátturu beið hans bardagi við Anderson Silva – einn besta bardagamann allra tíma. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði Anderson Silva í tvígang og er í dag millivigtarmeistari UFC.

Móðir nátturu, Anderson Silva og Lyoto Machida tókst ekki að sigra Weidman. Chris Weidman hefur sýnt að það þarfi ansi mikið til að sigra hann. Mun Vitor Belfort takast það á laugardaginn á UFC 187?

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular