spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaClaudio Silva meiddur og leit hafin að nýjum andstæðingi fyrir Gunnar

Claudio Silva meiddur og leit hafin að nýjum andstæðingi fyrir Gunnar

Gunnar Nelson átti að mæta Claudio Silva á UFC bardagakvöldinu í London þann 19. mars. Claudio Silva er hins vegar meiddur og getur ekki barist.

Gunnar Nelson mætir aftur í búrið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru núna í mars. Upprunualegi andstæðingur hans hefur þó þurft að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Claudio Silva er meiddur á hné og tilkynnti UFC Gunnari fréttirnar fyrr í vikunni. UFC ætlar að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar og samkvæmt heimildum MMA Frétta gengur sú leit vel. Þeir Íslendingar sem verða í O2 Arena í mars þurfa því ekki að hafa áhyggjur þar sem Gunnar mun að öllum líkdindum fá andstæðing þetta kvöld.

Hver andstæðingurinn verður mun koma í ljós í vikunni en í dag eru akkúrat tvær vikur í bardagakvöldið. Sá sem kemur inn fær því ekki langan tíma til að undirbúa sig en Gunnar mun að sama skapi ekki fá langan tíma til að læra á nýjan andstæðing.

Bardagakvöldið þann 19. mars verður í beinni á Viaplay.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular