spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor-Dos Anjos verður á UFC 196

Conor-Dos Anjos verður á UFC 196

conor mcgregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bardagi Conor McGregor og Rafael dos Anjos verður ekki á UFC 197 eins og upphaflega var ætlað. Bardaginn verður þess í stað á UFC 196 en mun engu að síður fara fram þann 5. mars.

UFC 196 átti að vera þann 6. febrúar en nú hefur bardagakvöldið verið endurnefnt UFC Fight Night og verður ekki „Pay per view“ kvöld heldur sýnt frítt á Fox Sports 1. Af þeim sökum mun UFC 197 verða að UFC 196.

Bardagakvöldið hefur tekið miklum breytingum á tæpri viku. Upphaflega átti aðalbardaginn að vera titilbardagi í þungavigt á milli Fabricio Werdum og Cain Velasquez og stefndi allt í spennandi bardagakvöld. Eftir meiðsli beggja bardagamanna verður aðalbardaginn fimm lotu bardagi milli Johny Hendricks og Stephen Thompson en upphaflega var bardaginn næstsíðasti bardagi kvöldsins. Þá verður aðalhluti bardagakvöldsins fjórir bardagar en ekki fimm eins og upphaflega var planað.

Þetta mun hafa í för með sér talsverðar breytingar á komandi númeruðu bardagakvöldum UFC (pay per view). UFC 200 á að fara fram í júlí í International Fight Week en það er einn af hápunktum ársins hjá UFC. Bardagasamtökin munu þó að öllum líkindum bæta við einu PPV bardagakvöldi í maí til að UFC 200 verði í júlí en ekki í ágúst.

Kannski mun plakatið fyrir UFC 196 verða öðruvísi en fyrir UFC 197 en Conor McGregor gagnrýndi umrætt plakat og sagði það ófrumlegt og leiðinlegt. Þetta gæti því verið kjörið tækifæri til að skella beltinu hans McGregor á plakatið og jafnvel gera eitthvað skemmtilegra en þessi hefðbundnu plaköt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular