Conor McGregor mætti ekki á blaðamannafundinn eftir UFC 229 í gærkvöldi. Conor sendi frá sér örstutt skilaboð á samfélagsmiðlum eftir bardagann og lofar því að snúa aftur.
UFC 229 lauk með uppþoti þegar Khabib Nurmagomedov réðst á hornamann Conor McGregor eftir sigurinn. Hópslagsmál mynduðust upp frá því og stukku tveir liðsmenn Khabib yfir búrið til að ráðast á Conor.
Bardaginn sjálfur var flottur hjá Khabib. Khabib forðaðist stóru höggin hjá Conor og tókst meira að segja að kýla hann niður í 2. lotu. Khabib kláraði Conor svo með uppgjafartaki í 4. lotu.
Conor sagði á Twitter að hann hlakki til að berjast aftur við Khabib.
Good knock. Looking forward to the rematch.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 7, 2018
Þá sagði hann á Instagram að hann myndi koma til baka eftir þetta.
Óvíst er hvers konar refsingu Khabib fær eftir þetta frá UFC en þess má geta að Conor fékk enga refsingu frá UFC fyrir rútuárásina sína í apríl.