spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor: Aldo mun ekki mæta í desember

Conor McGregor: Aldo mun ekki mæta í desember

Conor McGregor var í ítarlegu viðtali við þáttinn Beyond the Octagon sem sýndur er á BT Sport á dögunum. Í viðtalinu talar hann m.a. um TUF, fræðgina og auðvitað Jose Aldo.

Conor McGregor er sennilega ein stærsta íþróttastjarna Írlands og talar hann um fræðgina í viðtalinu. Í fyrstu hafi honum þótt athyglin full mikil en nú hefur hann vanist þessu og er hann gífurlega þakklátur fyrir stuðninginn sem hann fær.

McGregor mætir Jose Aldo á UFC 194 í desember. Kapparnir áttu upphaflega að mætast á UFC 189 í júlí en skömmu fyrir bardagann meiddist Aldo. McGregor telur að Aldo muni ekki heldur mæta til leiks í desember.

Í hans huga er enginn vafi á hver sigrar. Sú hugsun um að tapa er ekki til í hans huga. McGregor er bara rétt að byrja en viðtalið má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular