0

Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 194

UFC hefur nú birt staðfesta uppröðun á bardögunum á UFC 194 á heimasíðu sinni. Gunnar verður á aðalhluta bardagakvöldsins líkt og á UFC 189.

Talið var að bardagi Gunnars og Maia myndi ekki vera á aðalhluta (e. main card) bardagakvöldsins heldur síðasti bardaginn áður en aðalhlutinn hæfist. Gunnar verður hins vegar á sama stað og síðast eða annar bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins.

Fimm bardaga aðalhluti bardagakvöldsins verður sýndur á Stöð 2 Sport og verður bardagi Gunnars að sjálfsögðu í beinni útsendingu. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags og ætti Gunnar því að byrja um 3:30.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Conor McGregor og Jose Aldo en staðfest uppröðun bardagakvöldsins má sjá hér að neðan.

ufc 194

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.