Sunday, April 14, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 194

Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 194

UFC hefur nú birt staðfesta uppröðun á bardögunum á UFC 194 á heimasíðu sinni. Gunnar verður á aðalhluta bardagakvöldsins líkt og á UFC 189.

Talið var að bardagi Gunnars og Maia myndi ekki vera á aðalhluta (e. main card) bardagakvöldsins heldur síðasti bardaginn áður en aðalhlutinn hæfist. Gunnar verður hins vegar á sama stað og síðast eða annar bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins.

Fimm bardaga aðalhluti bardagakvöldsins verður sýndur á Stöð 2 Sport og verður bardagi Gunnars að sjálfsögðu í beinni útsendingu. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags og ætti Gunnar því að byrja um 3:30.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Conor McGregor og Jose Aldo en staðfest uppröðun bardagakvöldsins má sjá hér að neðan.

ufc 194

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular